mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Afmælishátíð FT í Reiðhöllinni Víðidal

16. febrúar 2011 kl. 11:47

Þórdís Erla Gunnarsdóttir er ein af ungu tamningamönnunum í FT. Hún verður með atriði á afmælishátíðinni.

Hestamennska FT ný keppnisgrein

Dagskrá 40 ára afmælishátíðar FT liggur nú fyrir. Hefst hún klukkan tíu árdegis og stendur fram á kvöld. Nokkrir af fremstu tamningamönnum og reiðkennurum félagsins verða með atriði á sýningunni. Atriðin eru ekki útlistuð nákvæmlega í dagskránni en hestafólk getur þó nokkuð getið sér til um hvað í vændum er þegar nöfnin eru lesin.

Rúsínan í pylsuendanum er hins vegar kynning á nýrri keppnisgrein sem hefur hlotið nafnið Hestamennska FT. Keppt verður í greininni á sýningunni. Grunnhugmyndin að baki Hestamennsku FT er að móta keppnisgrein þar sem grunnatriðin vega meira í dómum en markmiðin. Það er að segja, dómarar líta meira til þess hvernig knapinn framkvæmir hlutina heldur en hvort markmiðið næst, sama hvernig það er gert.

Dagskrá:

10.00 Ávarp formanns Sigrún Ólafsdóttir
10.10 Ungir og efnilegir Sigvaldi Lárus og Ólafur Andri Guðmundssynir
10.30 Fótavinna knapa Ísólfur Líndal Þórisson
11.00 “Fyrir framan fót og aftan hendi” Eyjólfur Ísólfsson/Anton Páll Níelsson
11.40 Mette Mette Mannseth
12.10 Þjálfun Þorvaldur Árni Þorvaldsson
12.30 Hádegishlé
13.00 Hólar - Reiðkennarabraut 15 ára Ýmsir
13.20 Gullmerki FT
13.40 Léttleiki og frelsi Súsanna Ólafsdóttir
14.00 Samspil Benedikt Líndal
14.20 Taumsamband Þórarinn Eymundsson
14.50 Samspil gamla og nýja tímans Sigurbjörn Bárðarson
15.10 Jakob og Auður frá Lundum II Jakob S. Sigurðsson
15.30 Tvær úr Ölfusinu Þórdís Erla Gunnarsdóttir
16.00 Hestamennska FT Ný keppnisgrein
17.30 Lok