mánudagur, 26. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Afmælishátíð FT frestað

30. ágúst 2010 kl. 14:07

Afmælishátíð FT frestað

Stjórn og afmælisnefnd Félags Tamningamanna hefur ákveðið að fresta afmælishátíð félagsins sem fyrirhugað var að halda þann 11.september 2010. Áætlað er að halda hátíðina í  lok janúar 2011. 

 
Mikill metnaður er fyrir hendi að gera afmæli félagsins góð skil en vegna ástandsins í hestamennskunni á Íslandi var ákveðið að fresta hátíðinni og gefa hestum og knöpum lengri tíma til þess að jafna sig.
 
Afmælishátíð félagsins verður væntanlega haldin í lok janúar í reiðhöllinni í Víðidal og þar verður boðið uppá stórglæsilega kennslusýningu fremstu reiðkennara og knapa Íslandshestamennskunnar. 
 
 
Með bestu kveðjum, 
Stjórn Félags Tamningamanna.