laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Afmælisárshátíð og þingslitafagnaður Sleipnis

21. október 2014 kl. 12:00

Brynja Amble Gísladóttir, Bergur Jónsson, Dagmar Öder Einarsdóttir og Haukur Baldvins hlutu viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur á árinu á afmælisfögnuði Sleipnis

Heiðursfélagar heiðraðir og framúrskarandi knapar verðlaunaðir.

85 ára afmælisárshátíð Sleipnis og þingslitafagnaður fór fram um helgina. Var þeim knöpum sem þótt höfðu skara fram úr á árinu veitt verðlaun sem og heiðursfélagar heiðraðir.

Þeir heiðursfélagar sem voru heiðraðir voru þau Svala H. Steingrímsdóttir, Gunnar B Gunnarsson, Guðríður Valgeirsdóttir og Skúli Æ Steinsson en þau voru heiðruð með nýju barmmerki. Fjórir nýjir heiðursfélagar bættust í hópinn, Einar Hermundsson, Snorri Ólafsson, Gunnar M Friðþjófsson og Einar Öder Magnússon. Öll hafa þau unnið mikið starf í þágu félagsins bæði með öflugu félags- og kynningarstarfi sem og farsælum keppnisferli.

Þeir knapar sem þóttu hafa skarað fram úr á árinu voru verðlaunaðir með bikurum og öðrum viðurkenningum. En það voru þau:
Skeið 100 m Dagmar Öder Einarsdóttir á Oddu frá Halakoti með tímann á 8,04 sek.

Skeið 150 m Daníel Larsen á Dúu frá Forsæti með tímann 14.66 sek. 

Skeið 250 m Bergur Jónsson á Minningu frá Ketilstöðum með tímann 23.11 sek.

Ungmennabikar Sleipnis hlaut Brynja Amble Gísladóttir hún varð í Þriðja sæti í Vetrarmótaröð Sleipnis, vann firmakeppni Sleipnis. 2 sæti í 4 gangi á opna WR á Selfossi. Einnig vann hún báðar úrtökurnar í ungmennaflokki fyrir Landsmót og ungmenna flokk Sleipnis. Á landsmótinu varð hún í fimmta sæti í ungmennaflokki.

Efsti hestur Sleipnis í A-Flokk Krókus frá Dalbæ en hann hlaut 8,71 í forkeppni og 8,96 í úrslitum sem er ein hæsta einkunn liðins árs í A-flokk á árinu. Hlaut Sleipinskjöldinn.

Ræktunarbikar Sleipnis fékk Ari Thorarenssen fyrir Krókus frá Dalbæ, Krókus hlaut fyrir byggingu 8.19 og hæfileika 8,90 þar á meðal 10 fyrir skeið. Aðaleinkunn Krókusar er því 8.60

Íþróttaknapi Sleipnis er Haukur Baldvinsson. Hann varð Íslandsmeistari í Gæðingaskeiði á Fal frá Þingeyrum með 8,17 í einkunn og reyndar 3 árið í röð sem hann hlýtur titilinn Íslandsmeistari í Gæðingaskeiði.

Knapi ársins er Olil Amble en hún átti frábært keppnisár sem byrjaði með 3 sæti í einstaklings og liðakeppni Meistaradeildarinnar 2014. Valin fagmannlegasti knapi deildarinnar og sigraði Gæðingafimina með hæstu einkunn frá upphafi. Annað sæti í tölti á opna WR mótinu á Selfossi. Varð Suðurlandsmeistari í meistaraflokk og opinn flokk í 4 gangi á opna WR mótinu á Gaddstaðaflötum. Einnig sýndi hún 13 kynbótasýningar á árinu, aðaleinkunn 8,17. Sat hryssuna Álfastjörnu frá Syðri Gegnishólum til 7 sætis í fjögurra vetra flokki á Landsmótinu og efstu hryssuna í 6 vetra flokki á Landsmótinu, Álfhildi frá Syðri Gegnishólum, sem m.a hlaut 10,0 fyrir tölt og vilja og 9,5 fyrir hægt tölt og fegurð í reið. 

Einnig voru Olil og Bergur heiðruð sérstaklega fyrir þann ótrúlega árangur sem þau hafa náð á sviði ræktunar, Þ.a.m. að vera valin ræktunarbú ársins auk fjölda annarra tilnefninga til þeirra verðlauna.

Heiðursfélagar eru, talið frá vinstri; Svala H. Steingrímsdóttir heiðruð 2009 ,Gunnar B Gunnarsson heiðraður 2009, Guðríður Valgeirsdóttir heiðruð 2009, Skúli Ævarr Steinsson heiðraður 1999, Einar Hermundsson heiðraður 2014, Snorri Ólafsson heiðraður 2014, Gunnar M Friðþjófsson heiðraður 2014, Einar Öder Magnússon heiðraður 2014.
Kjartan Ólafsson stjórnarmaður og fyrrverandi formaður afhenti barmmerkin. Magnús Ólason formaður Sleipnis