mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Afmæli FT fyrir alla-

14. febrúar 2011 kl. 14:15

Afmæli FT fyrir alla-

Sýningin eða 40 ára afmælisveisla FT, sem haldið verður í Reiðhöllinni í Víðidal næsta laugartdag, þann 19.feb er opin öllum áhugasömum...

Boðið verður upp á dagskrá frá kl. 10 - 16, en hátíðin er að mestu leyti samsett af fjölbreyttum sýnikennslum tamningamanna og reiðkennara, auk þess sem kynnt verður ný keppnisgrein sem nefnd innan FT hefur unnið að þróun á. Um er að ræða keppni í hestamennsku og hefur keppnin hlotið nafnið „Hestamennska FT“  Verður spennandi að sjá  frumraun greinarinnar á hátíðinni.
Öllum félögum í FT er boðið á sýninguna, en hún er einnig opin almenningi. Aðgangseyrir er aðeins kr. 1.500 og gildir allan daginn. Auk sýnenda á reiðgólfi munu nokkrir aðilar kynna vörur og þjónustu í anddyri reiðhallarinnar.