miðvikudagur, 26. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Afkvæmi Orra metin á tæpa 2 milljarða króna

20. maí 2009 kl. 18:38

Orri frá Þúfu er dýrasti stóðhestur landsins og hefur verið það síðastliðin 15 til 20 ár. Folatollar undir hann seljast fyrir 500 þúsund krónur að meðaltali, séu þeir á annað borð falir.

Í WorldFeng eru skráð 1088 afkvæmi undir Orra, eða 57 afkvæmi á ári síðan hann var 3 vetra. Samkvæmt því er verðmæti tolla undir hann frá upphafi 544 milljónir króna á núvirði. Sextíu hryssur verða leiddar undir Orra í sumar. Heildarverðmæti tolla 30 milljónir.

Orri er enn að og ekkert bendir til að frjósemi hans sé farin að minnka þrátt fyrir að vera kominn á þrítugsaldurinn. Í Hestum og hestamönnum, nýju mánaðarriti um  hestamennsku sem fylgir Viðskiptablaðinu, er áætlað að verðmæti afkvæma hans nú sé um 1,8 milljarðar króna og að áður en yfir lýkur gætu þau náð tveggja milljarða markinu.

____________________

Nánar er fjallað um málið í nýju mánaðarriti sem fylgir Viðskiptablaðinu, Hestar og hestamenn, sem kom út í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér.