föstudagur, 22. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Afkvæmi Stála - myndband

odinn@eidfaxi.is
8. júlí 2014 kl. 16:04

Hleð spilara...

Afkvæmaorð og myndbrot af aflvæmum Stála frá Kjarri.

Stáli gefur hross í tæpu meðallagi að stærð. Höfuðið er að jafnaði skarpt og þurrt en nokkuð ber á krummanefi og slakri eyrnastöðu. Hálsinn er fínlegur; grannur og klipin í kverk en bógar mættu vera skásettari. Bakið er afar breitt og vöðvað og baklínan er góð, lendin jöfn en stundum grunn. Afkvæmin eru sérstaklega léttbyggð og sívalvaxin en sum afturrýr og full grannbyggð. Fætur eru þurrir, sinar öflugar en sinastæði lítið. Réttleiki fóta einkennist af nágengni að aftan og útskeifni að framan. Hófar eru góðir; efnisþykkir og djúpir. Prúðleiki er afar slakur. Afkvæmin eru skrefmikil, mjúk og hágeng á tölti. Brokkið er skrefmikið en ekki rúmt. Stökkið er teygjugott en oft sviflítið og fetið takthreint en skrefstutt. Nær öll afkvæmi Stála eru alhliðageng og er skeiðgeta afbragð, bæði að rými og öryggi. Afkvæmin eru þjál og þéttviljug og fara vel með háum, rúmum hreyfingum.

Stáli gefur þurrbyggð og fínleg hross. Flest eru þau alhliðagengir gæðingar með góðu tölti, mikilli framhugsun og frábærri skeiðgetu. Stáli hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og annað sætið.