þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Afkvæmi Lukku

19. október 2013 kl. 11:09

Sara frá Stóra-Vatnsskarði, tveggja vikna tamin

Lukku-Láki og Sara frá Stóra-Vatnsskarði

Lukka frá Stóra-Vatnsskarði vakti mikla og verðskuldaða athygli þegar hún var sýnd í kynbótadómi árið 2008 þar sem hún hlaut 8,89 í aðaleinkunn sem gerir hana að hæst dæmdu hryssu í heimi. Lukka hlaut 9,18 fyrir hæfileika en hún fékk 9,5 fyrir tölt, vilja og geðslag og fegurð í reið. Undan Lukku eru nú tvö afkvæmi á tamningaraldri; Lukku-Láki frá Stóra-Vatnsskarði (f.2009) og Sara frá Stóra-Vatnsskarði (f.2010).

Lukku-Láki er undan Álfi frá Selfossi og er nú í þjálfun hjá Benna á Kvistum en Benni er einn af eigendum hans. Lukku-Láki fór í sköpulagsdóm í fyrra og hlaut hann flottan byggingadóm eða 8,31 og þar af 9,0 fyrir háls, bóga og herðar. 

Sara yngri systir Láka er undan Orra frá Þúfu. Sara er í eigu Hans Þórs Hilmarssonar en Hans tamdi og sýndi Lukku þegar hún var fimm og sex vetra en þá hlaut Lukka 8,61 í aðaleinkunn. Sara er í tamningu hjá Þórarni Ragnarssyni í Vesturkoti. Að sögn Þórarins byrjar Sara mjög vel og er með mest spennandi trippunum sem hann er að temja. "Hún er mjög geðgóð og auðveld. Hún er mjög efnileg, ganglagið gott og flottar hreyfingar í henni," segir Þórarinn

 

Lukku-Láki á ungfolasýningu.