sunnudagur, 16. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Afkvæmi Klængs frá Skálakoti

5. júlí 2012 kl. 13:54

Afkvæmi Klængs frá Skálakoti

Fyrstu afkvæmi Klængs frá Skákakoti komu til dóms nú í ár en Klængur er fæddur árið 2001 og hlaut sjálfur best 8,38 í aðaleinkunn sem klárhestur og m.a. 9,0 fyrir alla þætti hæfileikanna utan fets sem hann hlaut 8,0 fyrir. Hann er undan Andvarasyninum Gný frá Stokkseyri sem var fulltrúi Íslands á HM2001, en móðir Klængs er Syrpa frá Skálakoti.

Klængur keppti í unglingaflokki á síðasta Landsmóti, þá setinn af Ragnari Þorra Vignissyni sem er sonur Vignis Siggeirssonar sem sýndi og tamdi Klæng.  

Tvær hryssur undan Klæng vöktu athygli á LM2012 en það voru þær Tíbrá frá Hemlu sem varð í 5.sæti í 5 vetra flokki hryssna og Ilmur frá Fornusöndum sem tók þátt í 4 vetra flokki hryssna, en lækkaði aðeins frá vorsýningu á Gaddstaðflötum.

Hér eru hæstu dómar systranna:

IS2007280610 Tíbrá frá Hemlu II
Frostmerki: 7H10
Örmerki: 352098100016963
Litur: 2200 Brúnn/mó- einlitt
Ræktandi: Vignir Siggeirsson
Eigandi: Vignir Siggeirsson
F.: IS2001184159 Klængur frá Skálakoti
Ff.: IS1995187232 Gnýr frá Stokkseyri
Fm.: IS1988284158 Syrpa frá Skálakoti
M.: IS1990225500 Óskadís frá Hafnarfirði
Mf.: IS1979158390 Viðar frá Viðvík
Mm.: IS1969235465 Helga-Dís frá Vestri-Leirárgörðum
Mál (cm): 139 - 136 - 63 - 141 - 28,0 - 17,5
Hófa mál: V.fr.: 8,9 - V.a.: 8,9
Sköpulag: 8,0 - 8,5 - 7,5 - 8,0 - 8,0 - 8,0 - 8,5 - 8,0 = 8,16
Hæfileikar: 8,5 - 8,5 - 8,0 - 8,5 - 8,5 - 8,5 - 7,5 = 8,35
Aðaleinkunn: 8,28
Hægt tölt: 8,0      Hægt stökk: 7,5
Sýnandi: Vignir Siggeirsson

 

IS2008284171 Ilmur frá Fornusöndum
Frostmerki: 8FA6
Örmerki: 352098100022248
Litur: 1501 Rauður/milli- einlitt glófext
Ræktandi: Jóhann Axel Geirsson
Eigandi: Ásgerður Svava Gissurardóttir
F.: IS2001184159 Klængur frá Skálakoti
Ff.: IS1995187232 Gnýr frá Stokkseyri
Fm.: IS1988284158 Syrpa frá Skálakoti
M.: IS1996285617 Björk frá Norður-Hvammi
Mf.: IS1992185620 Hvammur frá Norður-Hvammi
Mm.: IS1991285614 Skálda frá Norður-Hvammi
Mál (cm): 145 - 140 - 63 - 145 - 28,5 - 18,0
Hófa mál: V.fr.: 8,8 - V.a.: 8,6
Sköpulag: 8,0 - 8,0 - 8,0 - 8,5 - 8,0 - 8,0 - 8,5 - 7,5 = 8,15
Hæfileikar: 8,5 - 8,5 - 5,0 - 9,0 - 8,5 - 8,5 - 7,5 = 7,89
Aðaleinkunn: 7,99
Hægt tölt: 8,0      Hægt stökk: 9,0
Sýnandi: Vignir Siggeirsson