mánudagur, 24. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Afkvæmi Bjarkar frá Litlu-Tungu

3. júlí 2012 kl. 17:32

Afkvæmi Bjarkar frá Litlu-Tungu

Margir höfðu beðið með mikilli eftirvæntingu eftir afkvæmum Bjarkar frá Litlu-Tungu, sem vakti mikla lukku þegar hún sigraði 4 vetra flokk hryssna á LM2004.

Tvö afkvæmi hennar skipuðu sér framarlega á Landsmótinu í Reykjavík en það var Arðssonurinn Bjarkar frá Litlu-Tungu sem varð í 12.sæti í flokki 6 vetra stóðhesta og svo Hróðursdóttirin Blíða frá Litlu-Tungu sem varð í 3.sæti í 5 vetra flokki hryssna.

Hér er dómur þeirra frá LM2012:

IS2006186955 Bjarkar frá Litlu-Tungu 2
Örmerki: 352206000052949
Litur: 2520 Brúnn/milli- stjörnótt
Ræktandi: Vilhjálmur Þórarinsson
Eigandi: Vilhjálmur Þórarinsson
F.: IS2001137637 Arður frá Brautarholti
Ff.: IS1986186055 Orri frá Þúfu í Landeyjum
Fm.: IS1988258705 Askja frá Miðsitju
M.: IS2000286952 Björk frá Litlu-Tungu 2
Mf.: IS1992158707 Spuni frá Miðsitju
Mm.: IS1989265803 Brá frá Þverá, Skíðadal
Mál (cm): 147 - 135 - 140 - 66 - 148 - 38 - 51 - 43 - 7,0 - 31,5 - 19,0
Hófa mál: V.fr.: 9,9 - V.a.: 9,2
Sköpulag: 7,0 - 8,0 - 8,0 - 8,5 - 9,0 - 8,0 - 8,5 - 8,0 = 8,24
Hæfileikar: 8,0 - 8,5 - 8,5 - 8,5 - 8,5 - 8,5 - 7,5 = 8,31
Aðaleinkunn: 8,28
Hægt tölt: 7,5      Hægt stökk: 7,5
Sýnandi: Guðmundur Friðrik Björgvinsson

IS2007286955 Blíða frá Litlu-Tungu 2
Örmerki: 352206000054479
Litur: 2760 Brúnn/dökk/sv. leistar(eingöngu)
Ræktandi: Vilhjálmur Þórarinsson
Eigandi: Vilhjálmur Þórarinsson
F.: IS1995135993 Hróður frá Refsstöðum
Ff.: IS1992135930 Léttir frá Stóra-Ási
Fm.: IS1989235990 Rán frá Refsstöðum
M.: IS2000286952 Björk frá Litlu-Tungu 2
Mf.: IS1992158707 Spuni frá Miðsitju
Mm.: IS1989265803 Brá frá Þverá, Skíðadal
Mál (cm): 143 - 140 - 64 - 144 - 28,0 - 18,0
Hófa mál: V.fr.: 8,4 - V.a.: 7,2
Sköpulag: 9,0 - 9,0 - 7,5 - 8,5 - 8,0 - 7,5 - 8,0 - 8,0 = 8,34
Hæfileikar: 8,5 - 8,0 - 8,5 - 8,0 - 8,5 - 8,5 - 8,0 = 8,37
Aðaleinkunn: 8,36
Hægt tölt: 8,5      Hægt stökk: 8,0
Sýnandi: Erlingur Erlingsson

Í 8. tbl. Eiðfaxa 2011 er skrifað um Björk og afkvæmi hennar:

Björk frá Litlu-Tungu 2 sigraði 4 vetra flokk hryssa á Landsmótinu 2004 með aðaleinkunnina 8,49 sem er enn í dag hæsta aðaleinkunn sem 4 vetra hryssa hefur hlotið. Hún var mikið hæfileikahross, hlaut 8,74 fyrir kosti og 8,13 fyrir sköpulag. Hún fékk m.a. einkunnina 9 fyrir skeið, vilja og geðslag og fegurð í reið, enda fór hún mikinn á öruggu skeiði með miklum fótahreyfingum, var ásækin og fasmikil.

Í viðtali í Eiðfaxa árið 2004 segir eigandi Bjarkar, Vilhjálmur Þórarinsson að hún hafi alltaf verið einstök og ákveðin hryssa. „Hún var fallegt folald og strax áberandi í folaldahópnum og það var kannski smá prímadonna í henni. Þegar hún var tveggja vetra var hún glæsileg, hreyfingafalleg og skrokkfalleg, bollétt og vakandi en það hefur alltaf verið svolítil fyrirferð á henni – enda ávallt skorið sig úr hvaða hóp sem hún hefur verið í. Hún vissi strax hvað hún vildi og vildi láta koma fram við sig af virðingu.“

Orrasonur nefndur í höfuðið á stórræktandanum á Feti

Björk hefur nú alið sjö afkvæmi og voru tvö þeirra sýnd til 1. verðlauna á Landsmóti 2011. Þau virðast hafa erft þann bráða þroska og efnilega kosti móður sinnar. Undan Arði frá Brautarholti er Bjarkar sem hlaut 8,19 í aðaleinkunn flokki 5 vetra hesta og undan Hróð frá Refsstöðum er Blíða sem hlaut 8,03 í aðaleinkunn og 8. sæti í flokki 4 vetra hryssa.

„Öll eiga afkvæmi Bjarkar það sameiginlegt að vera spaklátari en hún var. Þau koma vel fyrir, eru örugg með sig sem folöld og virðast treysta manninum strax vel,“ segir Vilhjálmur sem ber að vonum væntingar til stóðhestaefnisins Birkis, 4 vetra fola undan Dug frá Þúfu sem nú er í tamningu hjá Erlingi Erlingssyni. Af öðrum afkvæmum Bjarkar má nefna Álfssoninn Braga sem vakti athygli sem folald á sýningu árið 2009 og Baldur fæddan 2010 undan Kvist frá Skagaströnd. Í vor eignaðist Björk svo hestfolald undan Orra frá Þúfu. Hann heitir Brynjar og er að sögn Vilhjálms nefndur eftir Brynjari Vilmundarsyni stórræktanda á Feti.