mánudagur, 24. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Afkvæmaorð Heiðursverðlaunastóðhesta

2. júlí 2012 kl. 14:00

Afkvæmaorð Heiðursverðlaunastóðhesta

Fimm stóðhestar voru sýndir til Heiðursverðlauna á LM2012. Eins og fyrr sagði voru afkvæmahópar þessara hesta vel heppnaðir en mjög ólíkir.

Hér á eftir fara samantekin afkvæmaorð fyrir heiðursverðlauna­stóðhestana

1.   Álfur gefur fríð og reist hross. Afkvæmin eru samstarfsfús og aðsópsmikil með úrvals fótaburð. Álfur hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og fyrsta sætið.   

2.   Markús gefur viljuga, fótahrausta og prúða, mjúka og flinka alhliða gæðinga. Markús hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og annað sætið.   

3.   Þóroddur gefur reist, langvaxin og fótahá, rúm alhliða ganghross, skeiðið best. Þóroddur hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og þriðja sætið.   

4.   Huginn gefur rúma alhliða gæðingskosti, skeiðið best. Sköpulag er þokkalegt. Huginn hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og fjórða sætið.   

5.   Þristur gefur háreist og prúð hross með úrvals tölt, góðan vilja og háan fótaburð. Þristur hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og fimmta sætið.