miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Afkvæmahópar á Stóðhestadaginn

25. apríl 2013 kl. 15:29

Afkvæmahópar á Stóðhestadaginn

Eitt af hápunktum Stóðhestadags Eiðfaxa verða afkvæmahópar en það verða flottir hópar sem mæta á Laugardaginn.

Af spennandi afkvæmahópum má nefna afkvæmi Óms frá Kvistum. Það er fjöldinn allur af spennandi afkvæmum hans í tamningu núna og munu nokkur þeirra koma fyrir augu fólks á Selfossi. Sama má segja um Ramma frá Búlandi sem hefur skilað mörgum áhugaverðum afkvæmum m.a. Skjönn frá Skjálg. Ás frá Ármóti hefur legni staðið í fremstu röð keppnishesta en lætur glytta í nokkur afkvæmi sín. Hrymur frá Hofi hefur gefið nokkur eftirtektarverð afkvæmi m.a. Krít frá Miðhjáleigu og munu fulltrúar hans vera á staðnum. Einnig má nefna Borða frá Fellskoti, Roða frá Múla, Þyt frá Neðra-Seli og Glóðar frá Reykjavík.

Skýr frá Skálakoti kemur ásamt systkinum sínum undan Sólon frá Skáney auk þess sem afkvæmi Stála frá Kjarri munu gleðja áhorfendur með nærveru sinni.

Þetta auk fjölda einstaklinga í fremstu röð munu gleðja okkur á Stóðhestadaginn.

  • Stáli frá Kjarri.
  • Ómur frá Kvistum.
  • Hrymur frá Hofi.
  • Glóðar frá Reykjavík.
  • Roði frá Múla
  • Rammi frá Búlandi.
  • Ás frá Ármóti.
  • Sólon frá Skáney.
  • Borði frá Fellskoti.
  • Þytur frá Neðra-Seli.