þriðjudagur, 15. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Afkvæmahestar á Stóðhestaveislu

6. apríl 2017 kl. 18:16

Spuni frá Vesturkoti og Þórarinn Ragnarsson.

Enn eykst á gæðingaflóruna í samskipahöllinni á laugardag

Enn höldum við áfram að kynna gesti á Stóðhestaveislunni í Samskipahöllinni, 8. apríl og nú er röðin komin að afkvæmahestunum, enda alltaf skemmtilegast að sjá hvernig vonarpeningarnir skila sér að lokum inn í ræktunina.

Fyrstan skal frægan telja heiðurshest Stóðhestaveislu þetta árið, Sleipnisbikarhafann Gára frá Auðsholtshjáleigu. Nokkrir afkomendur Gára munu sýna listir sínar og aldrei að vita nema kappinn sjálfur mæti á svæðið.

Þulur frá Hólum er stórættaður hestur sem, þrátt fyrir að hafa ekki farið með himinskautum í stóðhestaumræðunni, hefur skilað eftirtektarverðum afkvæmum og tvö þeirra munu mæta í Samskipahöllina ásamt föður sínum.

Þristur frá Feti hefur skilað mörgum glæsigripum á bæði hringvöllinn og kynbótabrautina. Á laugardagskvöldið munu nokkur af þeim bestu mæta og sýna ættarsvipinn sem svíkur engann.

Talandi um ættarsvip, þá munu nokkur afkvæmi Spuna frá Vesturkoti mæta til veislunnar og verður spennandi að sjá hvort þau kippir í kynið, ekki leiðum að líkjast þar!

Miðasala er í fullum gangi verslunum Líflands í Reykjavík, Borgarnesi og Hvolsvelli, hjá Baldvin og Þorvaldi á Selfossi og í Hestar og menn. Tryggið ykkur miða í tíma!