mánudagur, 26. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Afkæmi Gígjars standa sig á meginlandinu

7. maí 2010 kl. 11:40

Börkur frá Sólheimum fær góðar einkunnir

Afkvæmi Gígjars frá Auðsholtshjáleigu virðast ætla að standa undir væntingum og gera það nú gott á sýningum á meginlandinu. Sonur hans Börkur frá Sólheimum var sýndur í Herning fyrir skömmu og vakti athygli. Knapi Jóhann R. Skúlason. Hann var sýndur fjögra vetra á FM2009 á Kaldármelum og fékk þá 7,99 í aðaleinkunn, knapi Ævar Örn Guðjónsson. Í Herning tók hann gott stökk upp á við, hækkaði í 8,27.

Börkur er núna á kynbótasýningu í Osterbyholz í Þýskalandi. Eftir fordóm er hann með 8,19 í aðaleinkunn og virðist samkvæmt einkunnum eiga sóknarfæri. Börkur er alhliða hestur og er núna með 9,0 fyrir fegurð í reið. Í Herning fékk hann 9,0 fyrir vilja og getur hugsanlega náð þeirri einkunn aftur. Að auki hefur hann hækkað sig fyrir brokk.

Börkur er undan Keilu frá Sólheimum, Keilisdóttur frá Miðsitju. Eigandi er Dorte Stougård en ræktandi Haraldur Bjarkarsson í Reykjavík.