sunnudagur, 17. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Afi í fullu starfi

19. mars 2014 kl. 14:15

Sigurður Sæmundsson hefur sagt skilið við Landsliðsnefnd og íþróttanefnd FEIF og einbeitir sér núna að keppnisferli og barnabörnum.

Leggja landsliðsskóna á hilluna.

Bjarnleifur hefur starfað í landsliðsnefnd í 13 ár. „Rekstur landsliðs er heljarmikil vinna. Í því felst utanumhald, fjáröflun og ráðning á liðsstjóra og gerð lykils að vali landsliðsins og fleira. Í þessu starfi kynnist maður ótrúlega mörgu góðu fólki. Hvert mót hefur verið hápunktur hverju sinni og alltaf hefur þetta verið ofboðslega skemmtilegt,” segir Bjarnleifur. Sigurður keppti fyrst á heimsmeistaramóti árið 1972 og hefur verið viðloðandi hvert mót síðan þá, sem keppandi, liðsstjóri og fulltrúi í landsliðsnefnd. „Þetta var dásamlegur og gefandi tími og heiður að fá að starfa með öllu því fólki sem hefur komið að landsliðinu.” Nú tekur við nýr tími í lífi Bjarnleifs og Sigurðar. Bjarnleifur ætlar að njóta hestamennskunnar og Sigurður er afi í fullu starfi.

Sigurður kvaddi einnig íþróttanefnd FEIF á alþjóðaþingi en hann hefur setið í henni fyrir hönd Íslands í áratugi. Hulda Gústafsdóttir var kjörin í nefndina í hans stað. Sigurður hefur þó ekki kvatt íþróttabrautina endanlega og munum við örugglega sjá hann taka gæðinga til kostanna í sumar.

Pjetur N. Pjetursson leiðir nú Landsliðsnefnd LH en auk hans eiga sæti í nefndinni Eysteinn Leifsson, Oddur Hafsteinsson, Sigurbjörn Bárðarson og Þórir Örn Grétarsson.