mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

AFGREIÐSLA ÞINGSKJALA FRÁ LANDSÞINGI

27. október 2010 kl. 11:16

AFGREIÐSLA ÞINGSKJALA FRÁ LANDSÞINGI

Hér er hægt að lesa niðurstöðu og afgreiðslu allra þingskjala...

sem rædd voru á Landsþingi Landssambands hestamannafélaga
Þingskjal nr. 1 varð að breytingatillögu nr.1a
57. Landsþing LH haldið á Akureyri 22. og 23.október 2010 beinir því til ráðherra sveitarstjórnarmála að fasteignagjöld á hesthúsum verði í sama gjaldflokki allsstaðar á landinu, þ.e. í A-stofni. Væri hesthús því skilgreint sem frístundahús og því í lægsta gjaldflokki.
Lagt fram af: Stjórn LH
Til umfjöllunar í: Allsherjarnefnd
Niðurstaða þingsins: SAMÞYKKT
Þingskjal nr. 2 varð að breytingatillögu nr.2a
57. Landsþing LH haldið á Akureyri 22. og 23.október 2010 mótmælir því harðlega að umferð hesta innan þjóðgarða og verndarsvæða sé sífellt skert.
Lagt fram af: Stjórn LH
Til umfjöllunar í: Ferða- og umhverfisnefnd
Niðurstaða þingsins: Vísað til breytingatillögu nr.37a.
Þingskjal nr. 3 varð að breytingatillögu nr.3a
Úrdráttur: Lagt til að bæta eftirfarandi grein til bráðabirgða við reglu 6.1. í lögum og reglum LH:
Landsmót 2010 sem fara átti fram á Vindheimamelum í Skagafirði dagana 27. júní – 4.júlí 2010 verði frestað til 26.júní - 3.júlí 2011 og haldið þá á sama stað.
Um leið og landsmóti 2011 lýkur fellur þessi grein úr gildi.
Lagt fram af: Stjórn LH
Til umfjöllunar í: Allsherjarnefnd
Niðurstaða þingsins: SAMÞYKKT
Þingskjal nr. 4 varð að breytingatillögu nr.4a
57. Landsþing LH haldið á Akureyri 22. og 23.október 2010 samþykkir að knapar, íþrótta- og kynbótaknapar, starfsmenn og þjálfarar sem ferðast á vegum LH í keppnisferðum innanlands og erlendis hlýti allir sömu reglum varðandi agabrot.
Lagt fram af: Stjórn LH
Til umfjöllunar í: Allsherjarnefnd Niðurstaða þingsins: SAMÞYKKT
Þingskjal nr. 5 varð að breytingatillögu nr. 5a
57. Landsþing LH haldið á Akureyri 22. og 23.október beinir því til fagráðs í hrossarækt að endurskoða einkunnaþröskulda í hæfileikadómi kynbótahrossa. Nefndin tekur undir þær umræður sem farið hafa fram í fagráði og á haustfundi Hrossaræktarsambands Suðurlands um þetta málefni. Þó vill nefndin auka í og setja sem skilyrði að allstaðar sé að hámarki einn í milli
hægu gangtegundanna og megin einkunnar fyrir gangtegundina. Þá tekur nefndin undir að eðlilegt sé að hestur sem sýnir annaðhvort hægt tölt eða ekki hægt tölt geti þó báðir fengið 8,0 en í dag er þetta 7,5 og 8,5.
Tölt
Reglur í dag
Tillaga
7,5
Hámarkseinkunn ef ekki er sýnt hægt tölt
8,0
8,0
Hægt tölt sé að lágmarki 7,5
7,0
8,5
Hægt tölt sé að lágmarki 8,0
7,5
8,5
Hámarkseinkunn ef eingöngu er sýnt hægt tölt
8,0
9,0
Hægt tölt sé að lágmarki 8,5
8,0
9,5
Hægt tölt sé að lágmarki 8,5
óbreytt
10,0
Hægt tölt sé að lágmarki 9,0
óbreytt
Stökk
Reglur í dag
Tillaga
8,0
Hámarkseinkunn ef ekki er sýnt hægt stökk
óbreytt
8,0
Hámarkseinkunn ef eingöngu er sýnt hægt stökk
óbreytt
8,5
Hægt stökk sé að lágmarki 8,0
7,5
9,0
Hægt stökk sé að lágmarki 8,5
8,0
9,5
Hægt stökk sé að lágmarki 8,5
óbreytt
10,0
Hægt stökk sé að lágmarki 9,0
óbreytt
Lagt fram af: Stjórn LH
Til umfjöllunar í: Kynbótanefnd Niðurstaða þingsins: tillagan SAMÞYKKT
Þingskjal nr. 6 varð að breytingatillögu nr.6a
57. Landsþing LH haldið á Akureyri 22. og 23.október 2010 beinir því til fagráðs í hrossarækt að endurskoða framkvæmd á sýningum í kynbótadómum. Lagt er til að sýningar fari fram að hluta til á hringvelli.
Flytjandi: Stjórn LH
Lagt fyrir: Kynbótanefnd Niðurstaða þingsins: tillagan FELLD
Þingskjal nr. 7 varð að breytingatillögu nr.7a
57. Landsþing LH haldið á Akureyri 22. og 23.október 2010 hvetur hestamannafélög að nota tölvukerfið Sportfeng við mótahald skv. lögum og reglum LH.
Flytjandi: Stjórn LH
Lagt fyrir: Allsherjarnefnd
Niðurstaða þingsins: tillagan SAMÞYKKT
Þingskjal nr. 8
57. Landsþing LH haldið á Akureyri 22. og 23.október 2010 samþykkir að ef Landsmót fellur niður af óviðráðanlegum ástæðum þannig að ekki er hægt að halda það á því ári sem áætlað var, tekur næsta Landsmót við að tveimur árum liðnum.
Flytjandi: Stjórn LH
Lagt fyrir: Allsherjarnefnd
Haraldur Þórarinsson kom þá fram með tillögu þess efnis að tillögunni yrði vísað til Landsmótsnefndar sem var samþykkt af þinginu.
Þingskjal nr. 9 varð að breytingatillögu nr.9a
57. Landsþing LH haldið á Akureyri 22. og 23.október 2010 samþykkir eftirfarandi tillögu:
Mótshaldarar verða að sækja um gæðinga- og íþróttadómara til Dómaranefndar LH sem vinnur málið í samstarfi við HÍDÍ/GDLH til að mótin séu lögleg og fái skráningu í Sportfeng. Sækja skal um dómara fyrir 1.apríl ár hvert. Bera Dómaranefnd og dómarafélögin ábyrgð á að manna öll lögleg mót sem haldin eru. Dómaranefnd og félögunum ber að vera í sambandi við mótshaldara og ber dómurum að tilkynna forföll til Dómaranefndar eftir reglum þar um.
Flytjandi: HÍDÍ,GDLH og stjórn LH
Lagt fyrir: Allsherjarnefnd og Keppnisnefnd.
Niðurstaða þingsins: tillagan SAMÞYKKT
Þingskjal nr. 10 Lögð er fram tillaga fyrir 57. Landsþingi LH haldið á Akureyri dagana 22. og 23.október 2010 til breytinga á reglugerð: Grein 4.1. Aldursflokkaskipting hljóði svo: (breytingar feitletraðar)
Keppendum í hestaíþróttum er skipt í eftirfarandi aldursflokka og miðast aldur við almanaksárið, þannig að keppendur séu á tilgreindum aldri árið sem keppnistímabil hefst. Keppnisgreinar hvers aldursflokks eru sem hér segir:
Pollar (9 ára á árinu eða yngri): Pollatölt og pollafjórgangur. Ekki skal keppt í pollaflokki á Íslandsmóti.
Börn (13 ára á keppnisárinu og yngri): T1 tölt, V1 fjórgangur, fimi A og hindrunarstökk.
Unglingar (14 - 17 ára á keppnisárinu): T1 tölt, T2 tölt, V1 fjórgangur, F1 fimmgangur, PP1 gæðingaskeið, P2 100 m skeið, fimi A og hindrunarstökk.
Ungmenni (18 - 21 ára á keppnisárinu): T1 tölt, T2 tölt, V1 fjórgangur, F1 fimmgangur, PP1 gæðingaskeið, ,P2 100m skeið, fimi A2 og hindrunarstökk.
Opinn flokkur: T1 tölt, T2 tölt, V1 fjórgangur, F1 fimmgangur, PP1 gæðingaskeið, P3 150 m, P1 250 m. skeið, P2 100 m skeið FS1 og hindrunarstökk.
Þátttökuréttur í hlaupagreinum sem ræstar eru úr kyrrstöðu skal við miðast við að knapi verði að lágmarki 14 ára á árinu. Keppandi sem ekki hefur náð 16 ára aldri skal framvísa skriflegu leyfi foreldris/forráðamanns.
Grein 8.3.9.3, önnur málsgrein hljóði svo:
Í unglingaflokki skulu reiknuð til samanlagðra stiga eftirtaldar greinar: töltgrein T1 eða T2, fjórgangur, fimmgangur, gæðingaskeið, 100 m skeið og fimikeppni A. Knapi þarf ekki að vera á sama hesti í öllum greinum. Bestu fjórar greinar telja til stiga.
Flytjandi: Keppnisnefnd LH
Lagt fyrir: Keppnisnefnd
Niðurstaða þingsins: tillagan SAMÞYKKT
Lögð var fram breytingatillaga 10a þess efnis að bætt verði við setningunni (merkt feitletrað): Pollar (9 ára á árinu eða yngri): Pollatölt og pollafjórgangur. Ekki skal keppt í pollaflokki á Íslandsmóti. Ekki skal raða pollum í sæti heldur fá allir þátttökuverðlaun.
Lagt var til að breytingatillögu 10a verði vísað til Keppnisnefndar til frekari umfjöllunar sem var samþykkt.
Þingskjal nr. 11 varð að breytingatillögu nr.11a Lögð er fram tillaga fyrir 57. Landsþing LH haldið á Akureyri 22. og 23. október 2010 til breytinga á reglugerðagrein 8.4.9.: Jafnir í efsta sæti (íslensk sérregla): Séu knapar jafnir í einhverju öðru sæti en því fyrsta og það sæti skiptir máli í annarri keppni, svo sem um Íslandsmeistara- eða innanfélagstitla skal nota sömu aðferð, þ.e. dómarar sýni sætaröðun byggða á einkunnum gefnum í úrslitum þar sem einungis má nota fyrsta sætið einu sinni.
Flytjandi: Keppnisnefnd LH
Lagt fyrir: Keppnisnefnd
Niðurstaða þingsins: tillagan SAMÞYKKT
Þingskjal nr. 12 varð að breytingatillögu nr.12a
57. landsþing Landssambands hestamannafélaga haldið á Akureyri 22. – 23. október 2010 samþykkir eftirfarandi breytingar á lögum LH um kosningu stjórnar og verkaskiptingu og breytt hlutverk Kjörnefndar.
Grein 1.4 - Stjórn
Niður falli fjórða málsgrein „Kjörgengir í stjórn eru allir félagar í hestamannafélögum sem eru aðilar að LH. Stjórnarkosning skal vera skrifleg og óbundin. Skal kjósa formann og varaformann sérstaklega en aðra stjórnarmenn skal kjósa sameiginlega. Stjórnin skiptir að öðru leyti með sér verkum.“
Grein 1.4.1 - Starfssvið stjórnar
Númer greinar breytist í 1.4.2
Grein 1.4.2 - Stjórnskipaðar nefndir
Númer greinar breytist í 1.4.3
Í málsgrein um Aðrar nefndir þar sem fjallað er um hlutverk Kjörnefndar. Í setningunni „Kjörnefnd hefur það hlutverk að gera tillögur til landsþings....“ í stað orðsins „gera“ komi orðin „undirbúa og leggja fram“.
Setningin hljóði á eftirfarandi hátt: „Kjörnefnd hafi það hlutverk að undirbúa og leggja fram tillögur til landsþings um fulltrúa í sambandsstjórn, þingnefndir og formenn þingnefnda.“
Ný lagagrein 1.4.1 - Kosning stjórnar
„Kjörgengir í stjórn eru allir félagar í hestamannafélögum sem eru aðilar að LH.
Tikynning um framboð til embættis formanns eða til stjórnar LH skal berast Kjörnefnd minnst hálfum mánuði fyrir landsþing. Kjörnefnd er heimilt að samþykkja framboð sem fram koma síðar, enda hafi ekki komið fram nægur fjöldi frambjóðenda.
Til þess að ná kjöri sem formaður LH þarf meirihluta greiddra atkvæða. Náist ekki meirihluti við fyrstu kosningu skal kjósa á ný um þá tvo sem flest atkvæði hlutu. Ræður þá einfaldur meirihluti atkvæða.
Kosningar til formanns og stjórnar skulu vera leynilegar og skriflegar nema frambjóðendur séu jafn margir og kjósa skal. Kosning skal vera bundin við þá sem gefið hafa kost á sér og er atkvæði aðeins gilt ef kosnir eru jafn margir og kjósa á.
Á fyrsta stjórnarfundi að afloknu landsþingi skal stjórn LH skipta með sér verkum, kjósa varaformann, ritara og gjaldkera úr hópi stjórnarmanna.“
Flytjandi: Kjörnefnd LH
Lagt fyrir: Allsherjarnefnd
Niðurstaða þingsins: SAMÞYKKT
Þingskjal nr. 13 57. Landsþing Landssamband hestamannafélaga haldið á Akureyri 22. og 23. október 2010 samþykkir eftirfarandi tillögu til reglugerðarbreytingar.
Kafli 8.4.6. Dæmt úr leik. Í grein 8 bætist við:
Ákveði knapi að hætta keppni skal hann hægja niður á fet, ríða til hliðar og gefa dómara bendingu með því að rétta upp hönd, um að hann sé hættur keppni. Knapi ríði síðan að hliði vallarins þar sem honum er hleypt út að leyfi gefnu. Ekki er heimilt að stíga af baki inni á keppnisvellinum.
Flytjandi: Æskulýðsnefnd LH
Lagt fyrir: Keppnisnefnd
Niðurstaða þingsins: tillagan FELLD.
Þingskjal nr. 14
57. Landsþing LH haldið á Akureyri 22. og 23. október 2010 samþykkir eftirfarandi tillögu til reglugerðarbreytingar: Kafli 4.2 um styrkleikaskiptingu opins flokks. Að bætt verði við:
„Ungmennum er heimilt að keppa í meistaraflokki hafi parið (knapinn og hesturinn) náð lágmarkseinkunn til þess og þ.m.t. keppnisrétt á Íslandsmóti fullorðinna sem og Íslandsmóti barna, unglinga og ungmenna.
Flytjandi: Hestamannafélagið Fákur
Lagt fyrir: Keppnisnefnd
Niðurstaða þingsins: tillagan FELLD.
Þingskjal nr. 15
Fjallað um tillögur á þingskjali 15 og á þingskjali 30 saman (tillögurnar fjölluðu um það sama)
57. Landsþing LH haldið á Akureyri 22. og 23. október 2010 samþykkir að bætt verði við reglu 5.2 í lögum og reglugerðum um keppni á vegum LH eftirfarandi viðbót við þriðju setninguna (breytingin er feitletruð og verður setningin þá svohljóðandi):
Íslandsmóti skal skipta upp í mót fullorðinna annars vegar og barna, unglinga og ungmenna hins vegar og teljast mótin aðskilin (sitthvort mótið).
5.2. grein hljóði svo:
Á Íslandsmóti skal keppt í öllum greinum hestaíþrótta. Halda skal Íslandsmót; mót fullorðinna annars vegar og barna, unglinga og ungmenna hins vegar. Heimilt er að fella niður keppnisgrein náist ekki lágmarksþátttaka til verðlauna. Stjórn LH er heimilt að veita undanþágu til þess að halda mótin saman, sé þess ekki nokkur kostur að halda þau sitt í hvoru lagi, mótin teljast þó sitthvort mótið. Keppendur sem hafa keppnisrétt á móti barna, unglinga og ungmenna hafa ekki keppnisrétt á Íslandsmóti fullorðinna. Mótshöldurum er heimilt að setja lágmarkseinkunn í opnum flokki, og skal það auglýst minnst fjórum mánuðum fyrir mót. Árangur frá árinu áður telst fullgildur.
Flytjandi: Hestamannafélagið Fákur
Lagt fyrir: Allherjarnefnd, Keppnisnefnd og Æskulýðsnefnd
Niðurstaða þingsins: tillögurnar (15 og 30) FELLDAR
Þingskjal nr.16
57. Landsþing LH haldið á Akureyri 22. og 23. október 2010 samþykkir eftirfarandi breytingu á grein 8.7.4.2 um forkeppni í fimmgangi og í grein 8.7.4.3 um úrslit í fimmgangi að þar falli niður setningin sem hljóðar svo:
,,Sé 300m völlur til staðar er heimilt að opna langhliðar hans til sýningar á skeiði.”
Flytjandi: Hestamannfélagið Fákur
Lagt fyrir: Keppnisnefnd
Niðurstaða þingsins: tillagan FELLD
Þingskjal nr. 17 57. Landsþing LH haldið á Akureyri 22. og 23.október 2010 samþykkir að eftirfarandi verði bætt við reglu 8.4.7. Úrslit: Íslensk sérregla;
Heimilt er, en ekki skylt, að bjóða uppá c–úrslit í öllum hringvallargreinum íþróttakeppninnar, þ.e.a.s. um sæti 11-15. Sigurvegari c -úrslita færist þar með upp í b- úrslit.
Flytjandi: Hestamannfélagið Fákur
Lagt fyrir: Keppnisnefnd
Niðurstaða þingsins: tillagan SAMÞYKKT
Þingskjal nr.18 varð að breytingatillögur nr.18a
57. Landsþing LH haldið á Akureyri 22. og 23. október 2010 beinir því til viðkomandi stjórnvalda að herða eftirlit með umferð vélknúinna ökutækja á skilgreindum reiðleiðum.
Flytjandi: Hestamannfélagið Fákur
Lagt fyrir: Ferða- og umhverfisnefnd
Niðurstaða þingsins: tillagan SAMÞYKKT
Þingskjal nr.19
57. Landsþing LH haldið á Akureyri 22. og 23. október 2010 beinir þeim tilmælum til fagráðs í hrossarækt að það hlutist til um endurskoðun nýorðinna breytinga á hæfileikadómum kynbótahrossa.
Flytjandi: Hestamannfélagið Fákur
Lagt fyrir: Kynbótanefnd
Niðurstaða þingsins: tillagan FELLD
Þingskjal nr.20 varð að breytingatillögu nr.20a
57. Landsþing LH haldið á Akureyri 22. og 23. október 2010 beinir því til Bændasamtaka Íslands að brýna fyrir stóðhestahöldurum, eigendum og dýralæknum að allar upplýsingar um sónarskoðun hryssna sé skilað inn til skráninga hjá samtökunum eða viðkomandi búnaðarsambandi.
Flytjandi: Hestamannfélagið Fákur
Lagt fyrir: Kynbótanefnd
Niðurstaða þingsins: tillagan SAMÞYKKT
Þingskjal nr.21
57. Landsþing LH haldið á Akureyri 22. og 23. október 2010 samþykkir að breyta reglum um undirbúning og framkvæmd landsmóta þannig að í stað 6. kafla í lögum og reglum LH komi eftirfarandi kafli: 6 Reglur um undirbúning og framkvæmd landsmóta
6.1 Um landsmót
Landsmót hestamanna skulu haldin á hverju ári. Á oddatöluárum verði haldin unglinga-landsmót, en fullorðinslandsmót á árum sem bera slétt ártal.
Kynbótahross verði sýnd á hverju ári auk kappreiða og töltkeppni. 6.2 Undirbúningur landsmóta
Stjórn LH skal hafa forgöngu og umsjón með því að allur undirbúningur landsmóta sé vandaður. Stjórnin skal sjá um að traustur rekstraraðili standi að framkvæmd og rekstri mótanna og í samráði við þann aðila sjá um að mótssvæði séu undirbúin og uppfylli kröfur um fyrirmyndaraðstöðu að mati mannvirkjanefndar LH. 6.3 Val á landsmótsstað
Landsmótsstað velur stjórn LH að höfðu samráði við Bændasamtök Íslands og rekstraraðila. Við staðarval skal haft að leiðarljósi að þeir staðir sem þegar eru uppbyggðir og fullnægja að mestu leyti kröfum til landsmótsstaða skulu fá tækifæri til að halda landsmót. Jafnframt eigi nýir staðir möguleika á að halda landsmót með nægum fyrirvara, hyggist staðarhaldarar byggja upp slíka aðstöðu. Þá sé horft til þess að mótssvæðið nýtist milli landsmóta og að nærþjónusta vegna landsmóts, eins og samgöngur, gistrými o.þ.h. uppfylli lágmarksviðmið.
Ákvörðun um landsmótsstað skal liggja fyrir með a.m.k. fimm ára fyrirvara. Samningar um aðstöðu á landsmótsstað og eftirgjald fyrir mótssvæðið skulu undirritaðir innan árs frá því ákvörðun um staðarval liggur fyrir.
6.4 Tímasetning landsmóta
Tímasetning landsmóta skal ákveðin af stjórn LH og BÍ í samráði við rekstraraðila mótsins. Stefnt skal að því að landsmót fari fram fyrstu viku júlímánaðar. 6.5 Keppnisgreinar landsmóta
Á unglingalandsmótum skal fara fram keppni í barna-, unglinga- og ungmennaflokki svo og keppni úrvalstöltara. Einnig skal fara fram sýning úrvals kynbótahrossa og kappreiðar.
Á fullorðinslandsmótum skal fara fram keppni úrvalsgæðinga í A- og B-flokki og keppni úrvalstöltara. Einnig skal fara fram sýning úrvals kynbótahrossa og kappreiðar. 6.6 Val hrossa og keppenda á landsmót
Val hrossa í gæðingakeppni og keppenda í barna-, unglinga- og ungmennakeppni á landsmótum skal fara fram hjá félögunum eftir lögum og reglum LH um gæðingakeppni og barna-, unglinga- og ungmennakeppni. Barni, unglingi og ungmenni er heimilt að mæta með fleiri en eitt hross í forkeppni í úrtöku sbr. reglur um keppni í yngri flokkum, grein 7.7.2. Einkunnir í forkeppni skulu ávallt ráða vali hrossa á landsmót en ekki röðun í úrslitakeppni sé hún viðhöfð. Þá er félögum heimilt að hafa tvær umferðir og gildi þá betri árangur. 6.7 Ráðstöfun hagnaðar eða taps á landsmótum
Leitast skal við að landsmótin séu rekin með hagnaði og skal hagnaður notaður til að byggja upp þekkingu á rekstri mótanna og standa undir kostnaði við búnað sem nýtist á landsmótum og flyst á milli móta. 6.8 Um reglur um landsmót
Reglum þessum má breyta á landsþingi LH með venjulegum undirbúningi.
Flytjandi: Hestamannfélagið Funi
Lagt fyrir: Allsherjarnefnd
Niðurstaða þingsins: SAMÞYKKT að vísa tillögunni til Landsmótsnefndar
Þingskjal nr. 22
Lögð er fram tillaga til 57. Landsþings LH haldið á Akureyri 22. og 23.október þess efnis að
stjórn LH beiti sér fyrir því að endurskoða rækilega tilgang, starfshætti og rekstur Landsmóts ehf.
Flytjandi: Hestamannafélagið Geysir
Lagt fyrir: Allsherjarnefnd
Niðurstaða þingsins: SAMÞYKKT að vísa tillögunni til Landsmótsnefndar
Þingskjal nr.23
Lögð er fram tillaga fyrir 57. Landsþing LH haldið á Akureyri 22. og 23.október 2010 til breytingar á kafla 6.1 í reglum LH um ákvörðun um Landsmót. Lagt er til að fyrsta setning greinarinnar breytist og verði: Landsmót hestamanna skulu haldin annaðhvert ár, til skiptis á einum stað á Norðurlandi og einum stað á Suðurlandi.
Flytjandi: Hestamannafélagið Geysir
Lagt fyrir: Allsherjarnefnd
Niðurstaða þingsins: SAMÞYKKT að vísa tillögunni til Landsmótsnefndar
Þingskjal nr.24 varð að breytingatillögu nr.24a
Lögð er fram tillaga fyrir 57. Landsþing LH haldið á Akureyri 22. og 23.október 2010 til breytingar á kafla 8.3.3 í reglum um dómara á FIPO keppnum.
Lagt er til að stjórn LH beiti sér fyrir breytingu á reglu um dómara búsettum erlendis. Setning þrjú breytist og verður:
Þar af skulu á WorldRanking mótum vera a.m.k. tveir alþjóðlegir dómarar.
Flytjandi: Hestamannafélagið Geysir
Lagt fyrir: Keppnisnefnd
Niðurstaða þingsins: tillagan SAMÞYKKT
Þingskjal nr.25
Lögð er fram tillaga til 57.landsþings LH haldið á Akureyri 22. og 23.október 2010 um breytingar á kafla 7.8.1 í reglum um sérstaka forkeppni í gæðingakeppni á lands- og fjórðungsmótum.
Lagt er til að á eftir annarri setningu greinarinnar komi:
Í sérstakri forkeppni í gæðingakeppni skal hægja niður á fet eftir sýningu hverrar gangtegundar. Gildir einnig í forkeppni í íþróttakeppni, sjá grein 8.4.4.2.
Flytjandi: Hestamannafélagið Geysir
Lagt fyrir: Keppnisnefnd
Niðurstaða þingsins: tillagan SAMÞYKKT
Þingskjal nr.26
Lögð er fram tillaga til 57. Landsþings LH haldið á Akureyri 22.og 23.október 2010 til breytingar á kafla 7.8.1, fyrstu málsgrein, í lögum og reglum LH.
Varðandi sérstaka forkeppni á landsmótum. Lagt er til að það fyrirkomulag sem notað hefur verið í undankeppni gæðingasýninga, þ.e. forkeppni verði lagt niður og þess í stað komi 1 hestur í dóm á hringvellinum í einu.
Flytjandi: Hestamannafélagið Geysir
Lagt fyrir: Keppnisnefnd
Niðurstaða þingsins: tillagan FELLD
Þingskjal nr.27
Lögð er fram tillaga til 57. Landsþings LH haldið á Akureyri 22.og 23.október 2010 til breytingar á kafla 7.8 í reglum LH um gæðingakeppni á landsmótum.
Lagt er til að öll forkeppni á landsmóti fari fram á tveimur völlum samtímis.
Flytjandi: Hestamannafélagið Geysir
Lagt fyrir: Allsherjarnefnd og Keppnisnefnd
Niðurstaða þingsins: SAMÞYKKT að vísa tillögunni til Landsmótsnefndar
Þingskjal nr.28
57. Landsþing Landssamband hestamannafélaga, haldið á Akureyri dagana 22.-23.október 2010, beinir þeim tilmælum til Keppnisnefndar LH að núverandi flokkaskiptingakerfi í íþróttakeppni verði tekið til endurskoðunar. Stefnt verði að því sem fyrst að setja upp nýtt árangursmiðað flokkaskiptingarkerfi líkt og notast er við í öðrum FEIF löndum. Flytjandi: Hestamannafélagið Gustur Lagt fyrir: Keppnisnefnd Niðurstaða þingsins: tillagan SAMÞYKKT
Þingskjal nr.29
57. Landsþing LH haldið á Akureyri 22. og 23. október 2010 samþykkir að hvetja Landssamband hestamannafélaga til að beita sér fyrir því að að hagsmunafélög innan hestamennskunnar sameinist um vinnu og undirbúning að samræmdri langtímaáætlun fyrir alla þætti hestamennskunnar á Íslandi.
Flytjandi: Hestamannafélagið Hörður
Lagt fyrir: Allsherjarnefnd
Niðurstaða þingsins: tillagan SAMÞYKKT
Þingskjal nr. 30 (afgreitt með þingskjali 15)
57. Landsþing LH haldið á Akureyri 22.og 23.október 2010 leggur til að Íslandsmót yngri flokka og Íslandsmót fullorðinna verði aðskilin.
Flytjandi: Hestamannafélagið Léttir
Lagt fyrir: Allherjarnefnd, Keppnisnefnd og Æskulýðsnefnd
Niðurstaða þingsins: Tekið fyrir í þingskjali 15 – tillagan FELLD.
Þingskjal nr. 31
57. Landsþing LH haldið á Akureyri 22.og 23.október 2010 leggur til að bætt verði inn í keppnisreglur hvenær frestur til að afskrá úr forkeppni sé.
Flytjandi: Hestamannafélagið Léttir
Lagt fyrr: Keppnisnefnd
Niðurstaða þingsins: tillagan FELLD
Þingskjal nr. 32 varð að breytingatillögu nr.32a
57. Landsþing LH haldið á Akureyri 22.og 23.október 2010 leggur til að það aðildarfélag sem heldur Íslandsmót sjái um skráningu og innheimtu skráningagjalda fyrir keppendur af öllu landinu. Hvort sem það er Íslandsmót yngri flokka eða fullorðinna. Landsþing beinir þeim tilmælum til stjórnar LH að vinnu við samræmda vefskráningu á hestamót verði hraðað eins og hægt er.
Flytjandi: Hestamannafélagið Stígandi
Lagt fyrir: Allsherjarnefnd
Niðurstaða þingsins: tillagan SAMÞYKKT
Þingskjal nr.33 varð að breytingatillögu nr. 33a
57. Landsþing LH haldið á Akureyri 22. og 23. október 2010 samþykkir tilmæli til aðildarfélaga LH þess efnis að ekki verði haldin opin íþrótta- og/eða gæðingamót af aðildarfélögum LH á sama tíma og haldin eru Íslandsmót og Landsmót. Gefnar verði út dagsetningar þessara móta ekki seinna en um áramót á netinu og aðildarfélögum tilkynnt það.
Flytjandi: Hestamannafélagið Sörli
Lagt fyrir: Allsherjarnefnd
Niðurstaða þingsins: tillagan SAMÞYKKT
Þingskjal nr. 34 varð að breytingatillögu nr. 34a
57. Landsþing LH haldið á Akureyri 22. og 23. október 2010 samþykkir að fela stjórn LH að vinna ávalt að því, að Íslendingur sé í stjórn FEIF þar sem Ísland er upprunaland íslenska hestsins.
Flytjandi: Hestamannafélagið Sörli
Lagt fyrir: Allsherjarnefnd
Niðurstaða þingsins: tillagan SAMÞYKKT
Þingskjal nr. 35 varð að breytingatillögu nr.35a
57. landsþing Landssambands hestamannafélaga haldið á Akureyri 22. og 23. október 2010 samþykkir að beina því til Sambands Íslenskra sveitarfélaga og Skipulagsstofnunar að tryggja að samræmis gæti í skráningu reiðleiða í svæðis- og aðalskipulagi sveitarfélaga.
Flytjandi: Ferða- og umhverfisnefnd LH
Lagt fyrir: Ferða- og umhverfisnefnd
Niðurstaða þingsins: tillagan SAMÞYKKT
Þingskjal nr. 36 varð að breytingatillögu nr. 36a
57. landsþing Landssambands hestamannafélaga haldið á Akureyri 22. og 23 október 2010 samþykkir að beina því til Umhverfisráðuneytis, útgefenda landakorta og stafrænna kortagrunna að tryggja að kortaútgáfan sé með þeim hætti að skilgreindar reiðleiðir séu ekki sýndar sem akstursslóðar á landakortum.
Flytjandi: Ferða- og umhverfisnefnd LH
Lagt fyrir: Ferða- og umhverfisnefnd
Niðurstaða þingsins: tillagan SAMÞYKKT
Þingskjal nr. 37 varð að breytingatillögu nr. 37a
57. Landsþing LH haldið á Akureyri 22. og 23.október 2010 mótmælir því harðlega að umferð hesta innan þjóðgarða og verndarsvæða sé skert, og skorar á Umhverfisráðherra að hefta ekki eða loka á hestaferðamennsku á gömlum reið- og þjóðleiðum. Hvort heldur sé um að ræða þjóðgarða eða önnur verndarsvæði. Besta leiðin til að viðhalda gömlum þjóðleiðum er hæfileg notkun þeirra.
Flytjandi: Ferða- og umhverfisnefnd LH
Lagt fyrir: Ferða- og umhverfisnefnd
Niðurstaða þingsins: tillagan SAMÞYKKT
Þingskjal nr. 38 varð að breytingatillögur nr.38a
57. landsþing Landssambands hestamannafélaga haldið á Akureyri 22. og 23. október 2010 samþykkir að beina því til Umhverfisráðherra, Sambands Íslenskra sveitarfélaga og Skipulagsstofnunar að tryggja að farið sé eftir Skipulagsreglugerð við gerð aðal- og deiliskipulagstillagna sveitarfélaga.
Flytjandi: Ferða- og umhverfisnefnd LH
Lagt fyrir: Ferða- og umhverfisnefnd
Niðurstaða þingsins: tillagan SAMÞYKKT