miðvikudagur, 13. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Afburðagæðingar og skrautreiðar

12. janúar 2014 kl. 13:00

Hrafn frá Efri-Rauðalæk og Baldvin Ari Guðlaugsson Mynd: Jón Björnsson

Fákar og fjör

Stórsýningin Fákar og Fjör 2014 verður haldinn á Léttishöllinni á Akureyri þann 16. apríl næstkomandi.  Verður hún vegleg að vanda og er undirbúningur kominn vel af stað.   Lögð hefur verið áhersla fjölbreytta sýningu við allra hæfi með hæfilegri blöndu af afburðagæðingum, þaulæfum atriðum og glensi.   Við Léttismenn vígðum fyrir rúmu ári stórglæsilegt félagsheimili í Léttishöllinni og nýttum það í fyrra með því að bjóða upp á dansleik í lok sýningar og tókst vel til. Svo verður einnig í ár.   Við munum kynna sýninguna betur þegar nær dregur.