föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Af skeiðumræðum

6. september 2011 kl. 16:40

Af skeiðumræðum

Miklar vangaveltur hafa spunnist upp um hvort Íslandsmet hafi fallið í skeiðgreinum á Meistaramóti Andvara um helgina og því jafnvel varpað fram að svo hefði verið.

Um helgina sigruðu Valdimar Bergstað og Prins frá Efri-Rauðalæk 250 metra skeiðið í Garðabæ á gríðargóðum tíma, 22,43 sekúndum. Það er þó ekki met.

Á Íslandsmótinu á Selfossi í sumar urðu silfurkóngarnir frá HM, Elvar Einarsson og Kóngur frá Lækjamóti, Íslandsmeistarar í 250 skeiði þegar hlupu metranna á 21,89 sekúndum og mun tímataka á þeim spretti vera í ferli sem skráð Íslandsmet.

Þá sigruðu Sigurbjörn Bárðarson og Óðinn frá Búðardal 150 metra skeiðið um helgina á tímanum 14,09. En það mun heldur ekki vera neitt met. Því á sama móti í fyrra fóru þessir skeiðrefir metranna á 13,98 sekúndum sem mun vera ríkjandi Íslandsmet í greininni.

Það þýðir þó ekki að skeiðáhugamenn hafi ekki tækifæri til að slá fleiri met á árinu, því rétt er að minna á að skráning á Tommamót Skeiðfélagsins er nú í fullum gangi og lýkur á miðnætti í kvöld, en þar er til mikils að vinna - slái einhver skeiðmeistari heimsmetið í 100 metra skeiði fær hann 100.000 kr. í vasann.