mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Af nógu er að taka - Dagskrá helgarinnar

2. febrúar 2011 kl. 18:31

Af nógu er að taka - Dagskrá helgarinnar

 

Dagskrár hestamannafélagana er farin hressilega af stað, eins og sést í Viðburðardagatali okkar.

Vert er að minna á sýnikennslu Þórarins Eymundssonar tamningameistara sem hefst núna kl. 20 í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki.

Nokkur smalamót verða haldin í síðari hluta vikunnar og um helgina.

Á fimmtudagskvöld kl. 18.30 verður fyrsta vetrarmót hestamannafélagsins Grana á Hvanneyri að Mið-Fossum í Borgarfirði.  Á föstudagskvöld kl. 18 verður mót í reiðhöll Glaðs í Búðardal og á laugardaginn kl. 13 verður mót í Herði í Mosfellsbæ. Smalamót eru stórskemmtileg áhorfs, en í þeim þurfa keppendur að kljást við uppsetta þrautabraut.

Á laugardag verða einnig haldnar tvær folaldasýningar. Annars vegar í reiðhöll Sleipnismanna á Selfossi og hins vegar í reiðhöll Andvara að Kjóavöllum í Garðabæ.

Af fjölbreytilegum viðburðum helgarinnar að dæma ættu allir hestamenn að finna eitthvað við sitt hæfi, þyrsti þeim í afþreyingu eftir helgarreiðtúrana.