miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Af afreksverðlaunum HSS og hestaíþróttaráðs Skagafjarðar

4. desember 2010 kl. 01:09

Af afreksverðlaunum HSS og hestaíþróttaráðs Skagafjarðar

Á afmlæisfögnuði HSS í Melsgili  laugardagskvöldið 27.nóv voru veittir farandgripir þeim sem sköruðu framúr á síðastliðnu ári.  Verðlaunahafar eru eftirfarandi:..

Ófeigsbikarinn - hlýtur hrossaræktarbú ársins. Það voru Hafsteinsstaðir sem vour hlutskarpastir.  Er það ekki síst athyglisverður árangur fyrir þær sakir að Hafsteinsstaðir unnu einnig þennan tiltil á síðasta ári og þá á grunni annarra hrossa en í ár en sömu hrossin geta ekki talið til stiga tvisvar hjá því búi sem vinnur.  Í ár skipti sköpum glæsilegur árangur Hafsteinsstaðahrossanna á Íslandsmóti en 6 hross frá búinu kepptu þar til úrslita og þar á meðal varð Drífa Íslandsmeistari.

Sörlabikarinn - veittur hæst dæmda kynbótahrossinu.  Þar stóð langefst Þóra frá Prestsbæ með 8,72 í aðaleinkunn.

Kraftsbikarinn - veittur þeim sýnanda kynbótahrossa búsettum í Skagafiðri sem bestum árangri hefur náð á árinu.  Bjarni Jónasson hluta þá viðurkenningu, annað árið í röð.  Bjarni sýndi 28 hross á árinu, 18 af þeim náðu yfir 8 í aðaleinkunn og mörg með mjög háa hæfileikaeinkunnir, þar á meðal Vænting frá Brúnastöðum (8,85), Gáta frá Ytra-Vallholti (8,70) og Djásn frá Hnjúki (8,51).

Hestaíþróttamenn ársins:

Barnaflokki - Ásdís Ósk Elvarsdóttir

Unglingaflokki - Steindóra Smáradóttir

Ungmennaflokki - Sigurður Pálsson

Fullorðinsflokki - Þórarinn Eymundsson.

www.horse.is