sunnudagur, 17. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Góð helgi fyrir Jolly

22. febrúar 2014 kl. 11:03

Jolly og Bjalli munu etja kappi í A-úrslitum fimmgangs, en eiga einnig sæti í úrslitum slaktaumatölts.

Fláki og Þórður luku keppni í 7. sæti.

Jolly Schrenk er sannarlega að uppskera á Heimsbikarmótinu. Auk þess að hafa tryggt báða hesta sína í A- úrslit í slaktaumatölti í gær bætti hún um betur og sigraði B-úrslit fimmgangs rétt í þessu á Bjalla von Berlar. 

Sló hún við ekki lakari keppendum við en Fláka frá Blesastöðum og Þórði Þorgeirssyni sem margir höfðu talið sigurstranglegan, enda Þórður titilverjandi greinarinnar í ár. 

Arnar frá Blesastöðum og Agnar Snorri Stefánsson misstu af toppbaráttunni eftir laka sýningu á brokki. En Agnar Snorri mun mæta til leiks í A úrslit með Baldur vom Hrafnsholt síðar í dag.

6. Jolly Schrenk - Bjalli von Berlar 6,48
7,5 - 6,83 - 4,67 - 6,83 - 6
7. Þórður Þorgeirsson - Fláki frá Blesastöðum 6,33
7,00 - 5,17 - 5,33 - 5,17 - 7,33
8. Josefin Maier - Selur vom Hrafnsholt 6,29
6,00 - 6,17 - 6,5 - 6,33 - 6,5
9. Annette Overaas - Seimur frá Bræðratungu 6,26
6,33 - 5,5 - 6,33 - 5,83 - 6,83
10. Agnar Snorri Stefánsson - Arnar frá Blesastöðum 5,93
7,67 - 3,5 - 4,00 - 5,00 - 6,83