föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ævintýrahestar og undramenn - video-

6. apríl 2011 kl. 09:28

Ævintýrahestar og undramenn - video-

Ein af stærstu hestahátíðum heims, Equitana, var haldin í Essen í Þýskalandi dagana 12.-20. mars sl.

Rúnar Þór Guðbrandsson var í Essens og myndaði brot af því besta frá íburðarmiklu stórsýningunni Hop Top Show.

Meðal sýningaratriða var undramaðurinn Lorenzo sem stjórnar tólf hrossum án reiðtygja, standandi á baki þeirra. Þá hrífur Frederic Pinion áhorfendur með sér þegar hann sýnir hversu sterk tengsl manns og hesta geta verið, leikarar fara mikinn í hlutverkum sínum sem rómverskir ofurhugar og riddarar miðalda, tugir smáhesta brjótast úr trojuhestinum og íslenskir hestar slá um sig með nokkrum nettum slaufum.