þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ættstór verðlaunahross

30. júní 2014 kl. 18:34

Brynja frá Bakkakoti ber föður sínum, Sæ frá Bakkakoti, gott vitni. Knapi er Róbert Bergmann.

Sterkur hestakostur í ungmennaflokki í ár.

 

Hestakostur ungmennaflokksins er gríðarlega sterkur. Mörg hver mæta þau með fyrstu verðlauna kynbótahross sem búa að sterkum bakgrunni, undan afkvæmahestum sem hafa bæði sannað sig á kynbóta- og keppnisbrautinni.

 

Þeir Smári frá Skagaströnd, Sær frá Bakkakoti, Orri frá Þúfu, Hágangur frá Narfastöðum og Gustur frá Hóli eiga allir þrjú afkvæmi í ungmennaflokki í ár.

 

Áður hefur komið fram að Moli frá Skriðu sé að stimpla sig rækilega inn sem gæðingafaðir en tvö hross í ungmennaflokki eru undan honum en auk hans eiga Dynur frá Hvammi, Hrymur frá Hofi, Keilir frá Miðsitju, Krákur frá Blesastöðum, Óður frá Brún, Tígull frá Gýgjarhóli og Þyrnir frá Þóroddsstöðum tvö afkvæmi hver.