miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ættstór stóðhestur fluttur út

odinn@eidfaxi.is
16. desember 2013 kl. 22:07

Alexander frá Lundum

Brúnblesóttur undan einni þekktustu ræktunarhryssu landsins farin til Þýskalands

Enn berast fréttir af ættstórum hrossum sem flutt hafa af landi brott. 

Flestir telja einn af kostum kreppu vera þá að flestir leiti leiða til að hagræða í rekstri sínum. Talsvert hefur verið um það að hrossabændur hafi grisjað stóð sín og skorið frá þá gripi sem ekki hafa skilað arði.

En nú virðist sem svo að sumir hrossabændur sjái sig tilneydda að selja frá sér gripi sem í eðlilegu árferði væru ekki falir. Þetta þýðir með öðrum orðum að grisjun verður ekki bara í lakasta hluta hrossastofnsins hér á landi heldur líka í hópi bestu ræktunargripanna.

Þónokkrar fréttir hafa verið hér á vefnum um gripi í fremstu röð sem farnir eru út og nýjustu fréttirnar eru þær að samkvæmt Worldfeng hefur enn einn af sonum Auðnu frá Höfða verið fluttur út.

Þetta er brúnblesóttir Kvistsonurinn Alexander frá Lundum, á fimmta vetur en hann var tamin af Jakobi Sigurðssyni í Steinsholti síðasta vetur. Lét Jakob vel af hestinum en nú í haust hélt hann af landi brott til Þýskalands.

Áður höfðu bræður hans Arður frá Lundum og Alur frá Lundum yfirgefið Frónið.

Ekki skilja þessir synir Auðnu eftir sig stóra afkvæmahópa hér á landi því að afkvæmi Alexanders eru sakmvæmt Worldfeng 16, afkvæmi Arðs 21 og Als 41 sem þýðir að í heildina eru til tæpir sex tugi afkvæma þessara bræðra.