þriðjudagur, 17. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ættir og bakgrunnur Spuna

4. desember 2011 kl. 14:41

Ættir og bakgrunnur Spuna

Spuni frá Vesturkoti er umfjöllunarefni greinar Kára Arnórssonar í jólablaði Eiðfaxa.

Hann fer þar ofan í ættir og bakgrunn hæst dæmda kynbótahest heims. Segir þar meðal annars:

„Ýmsir hafa haft af því áhyggjur að áhrif Orra frá Þúfu væru orðin fullmikil fyrir íslenska hrossastofninn. En það hefur jafnan sýnt sig að fram koma nýir einstaklingar sem vænta má mikils af í ræktunarstarfinu, þótt ekki séu undan Orra eða sonum hans. Álfasteinn frá Selfossi er skýrt dæmi um það. Álfasteinn og Orri eru samt skyldir, því báðir eru undan Adams dætrum og því af Brekkustofni. Skyldleiki Spuna og Orra er þó ekki meiri en það að Spuni getur ágætlega hentað Orradætrum til framræktunar.“

Hægt er að panta jólablaðið í vefverslun Eiðfaxa hér en þetta veglega hundrað síðna blað kostar litlar 1.862 krónur.