laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ætlar að verja titilinn á Tuma

24. janúar 2011 kl. 08:33

Ætlar að verja titilinn á Tuma

„Ég stefni að því að verja titilinn á Tuma frá Stóra-Hofi“ sagði Viðar Ingólfsson tamningamaður á Kvíarhóli í Ölfusi,þþ

er www.landsmot.is tók hann tali og forvitnaðist um hestakost Landsmótssigurvegarans í tölti 2008.
„Í dag er ég með um 25-30 hross á járnum og stefnt er með um 10-15 hross á Landsmót en svo kemur það í ljós þegar nær dregur hvað verður tilbúið og hvað ekki. Þau fara flest í kynbótadóm en einnig er ég með nokkur hross sem stefnt er með í gæðingakeppni og í töltið.“
Viðar var fullur tilhlökkunar fyrir annasamt og viðburðarríkt hestaár sem framundan er og sagði að Landsmót á Vindheimamelum legðist vel í sig. „Mótið leggst vel í mig þó að eflaust verði færra af erlendum gestum nú en áður vegna Heimsmeistaramóts sem haldið verður nokkrum vikum seinna.“
Viðar sigraði eftirminnilega töltið á Landsmóti 2008 á gæðingnum Tuma frá Stóra-Hofi. „Ég stefni að því að verja titilinn á Tuma frá Stóra-Hofi. Einnig er ég með á kantinum Stemmu frá Holtsmúla sem hefur undanfarin ár verið í ræktun en er nú geld. Við náðum góðum árangri í töltkeppnum á sínum tíma og gaman verður að sjá hvernig hún trimmast til.“
Það verður spennandi að fylgjast með Viðari og sjá hvort honum takist að verja titilinn en það kemur í ljós á laugardagskveldi Landsmóts í þéttsetinni áhorfendabrekku Vindheimamela í skagfirskri sumarblíðu.