miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ætlaði hálfa leið en gat ekki hætt

27. nóvember 2014 kl. 16:00

Margrét Lóa og Íslandsblesi frá Dalvík njóta náttúrufegurðar á Mývatni.

Margrét Lóa byrjaði snemma að fara í hestaferðir.

Hestaferðir eru stór hluti af hestamennsku Íslendinga. Heilu hóparnir fara ár hvert um hálendi Íslands í lengri ferðir- með margt fólk og stóran rekstur. Eiðfaxi hafði samband við unga hestakonu á Álftanesi sem hefur farið í margar slíkar ferðir og ekki allt fyrir löngu fór hún í tæplega mánaðarlanga ferð þvert yfir landi.

,,Vetrarútreiðar í góðum félagsskap eru skemmtilegar þó það vanti krakka á mínum aldri á Álftanesi til að ríða út með en það stendur til bóta. Mér finnst líka gaman að keppa þó að þjálfunin fyrir keppni sé kannski ekki alveg það skemmtilegasta. En spennan í kringum keppnina eykur ánægjuna og þegar það eru margir að keppa er meira gaman þó ég komist ekki í úrslit en ef það gerist er það mikill sigur. En mér finnst allra skemmtilegast að fara í hestaferðir því þá eru hestarnir svo kátir og glaðir. Að hleypa fyrir reksturinn eða leggja á skeið á sléttum árbökkum er æðislegt. Þetta er bara svo mikið frelsi og ef félagsskapurinn er góður, þá getur ekkert klikkað,“ segir Margrét Lóa Björnsdóttir m.a. í viðtali sem má nálgast í 11. tölublaði Eiðfaxa.

Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.