fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ætla ekki að reisa reiðhöll

28. október 2014 kl. 13:00

Jónína Stefánsdóttir, talskona Gullhyls, á Landsþingi 2014.

Skagfirðingar bíða spenntir eftir næstu skrefum.

Gullhylur áætlar ekki að reisa reiðhöll á Vindheimamelum fyrir árið 2016 en svæðið sé þó vel samanburðarhæft við Kjóavelli að mati Jónínu Stefánsdóttur. „Landsmót verður ekki haldið í reiðhöllum. Til að halda Landsmót þarf góða velli og aðbúnað fyrir hross og menn."

Hún segir Skagfirðinga reiðubúna að taka við Landsmóti árið 2016 og bíða því spenntir eftir næstu skrefum. „Um leið og ný stjórn verður kosin þarf hún að koma til viðræðna við okkur svo við getum haldið áfram uppbyggingu og gera svæðið tilbúið. Við ætlum að hafa mótið eins flott og mögulegt er. Við munum vinna vel með komandi stjórn.“

Ítarleg umfjöllun um Landsþing LH má nálgast í 10. tbl. Eiðfaxa. Þar er meðal annars rætt við fyrrum formann, talsmenn Skagfirðinga, formann Spretts, þingforseta, félagsfræðing og lögmann um atburðarrás þingsins. Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.