miðvikudagur, 20. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Æskulýðsnefnd LH fundar á Suðurlandi

6. mars 2017 kl. 21:24

Æskulýðsmót árið 2013. Barnaflokkur

Hluti af fundarröð nefndarinnar

Laugardaginn 11.mars verður Æskulýðsnefnd LH með tvo fundi, annarsvegar kl.11:00 í Hlíðskjálf á Selfossi og svo hinsvegar kl.17:00 á Klaustri.
Þessir fundir eru hluti af fundarröð nefndarinnar en m.a. hefur verið fundað á Akureyri og í Búðardal. Þeir fundir voru vel sóttir.

Tilgangur fundanna er að efla tengsl nefndarinnar við það fólk sem vinnur að og hefur áhuga á æskulýðsmálum í hestamannafélögunum og einnig að kynna starfsemi nefndarinnar og ræða almennt um æskulýðsmál og það sem brennur á fólki.

Eins og fram kom á Landsþinginu í Stykkishólmi í haust mun áhersla sambandsins vera á nýliðun og æskulýðsmál og er þessi fundaferð liður í því. Það er von nefndarinnar að sem flestir sjái sér fært að mæta á fundina sem eru opnir öllum áhugamönnum um æskulýðsstarf.

Æskulýðsnefnd LH hvetur áhugasama til þess að mæta og sækja góðan fund um málefni æskulýðsins í hestamennskunni. Það er stöðugt þörf á því að halda vel á spöðunum í þessum málaflokki.
Vinsamlega auglýsið fundinn innan ykkar félags.