þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Æskulýðsnefnd LH fundar á Selfossi

8. mars 2017 kl. 09:15

Barnaflokkur.

Æskulýðsnefnd Landssambands hestamannafélaga heldur um þessar mundir í fundarferð um landið.

Laugardaginn 11.mars næstkomandi kl.11:00 verður fundur fyrir félögin á Suðurlandi og verður hann haldinn í Hlíðskjálf á Selfossi í boði hestamannafélagsins Sleipnis.

Þetta er þriðji fundurinn í fundarröð nefndarinnar en fyrsti fundurinn var haldinn á Akureyri og annar fundur var í Búðardal. Tókust þeir mjög vel og miklar og góðar umræður um málefnið.    

Tilgangur fundanna er að efla tengsl nefndarinnar við það fólk sem vinnur að og hefur áhuga á æskulýðsmálum í hestamannafélögunum, að kynna starfsemi nefndarinnar og ræða almennt um æskulýðsmál og það sem brennur á fólki.

Eins og fram kom á Landsþinginu í Stykkishólmi í haust mun áhersla sambandsins vera á nýliðun og æskulýðsmál og er þessi fundaferð liður í því. Það er von nefndarinnar að sem flestir sjái sér fært að mæta á fundina sem eru opnir öllum áhugamönnum um æskulýðsstarf.

Á fundinn á Selfossi er stefnt fulltrúum félaganna á Suðurlandi, þó vitanlega séu allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Þessi félög eru:

Geysir

Háfeti

Kópur

Ljúfur

Logi

Sindri

Sleipnir

Smári

Trausti


Æskulýðsnefnd LH hvetur áhugasama til þess að mæta og sækja góðan fund um málefni æskulýðsins í hestamennskunni. Það er stöðugt þörf á því að halda vel á spöðunum í þessum málaflokki.