mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Æskulýðsmót Léttis og Lífland

15. apríl 2014 kl. 20:28

Hestamannafélagið Léttir

Opið mót

Æskulýðsmót Léttis og Líflands verður laugardaginn 19 apríl næst komandi. Mótið er opið og hefst stundvíslega kl 9:00. Skráning er hafin í Líflandi og er skráningargjald 1000 kr. fyrir fyrstu skráningu og 500 kr. fyrir aðra skráningu. Ekki verður hægt að greiða skráningargjald með korti.

Einnig er hægt að senda skráningu á lettir@lettir.is. Skráningargjald greiðist í upphafi móts.

Keppt verður í:
Fjórgangi V2 í Barna, unglinga og ungmennaflokki. 
Tölt T8 í barnaflokki. 
Tölti T2 í unglinga og ungmennaflokki.
Fimmgangi opnum flokki
Pollaflokki, frjáls aðferð.
Skráning þarf að berast fyrir fimmtudaginn 17 apríl. Hlökkum til að sjá ykkur.