mánudagur, 24. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Æskulýðsdagar á Melgerðismelum

13. júlí 2012 kl. 11:28

Æskulýðsdagar á Melgerðismelum

Funamenn eru að skipuleggja æskulýðsdaga á Melgerðismelum en fjörið hefst á föstudeginum 20. júlí kl. 20:00 með Ratleik – skipt upp í lið þvert á getu og aldur og margar skemmtilegar stöðvar í boði !

Dagskrá laugardagsins 21. júlí er fjölbreytt:
ÞRAUTABRAUT kl. 11:00, einstaklinskeppni og sitt hvor brautin fyrir eldri og yngri aldursflokk.
REIÐTÚR kl. 14:00 fyrir alla sem getu og vilja hafa, nesti á leiðinni.
GRILLVEISLA kl. 19:00 um kvöldið – verði stillt í hóf fyrir matinn.
VARÐELDUR kl. 21:00 – gítarspil og söngur.

Sunnudagurinn 22. júlí lýkur æskulýðsdögunum með öðruvísi keppni kl.11:00 – skipt í lið og knapar skipta með sér verkum.

Ríðum fram á Melgerðismela.... Heitt á könnunni fyrir aðstandendur. Ókeypis hagagjald fyrir hesta og ókeypis tjaldstæði fyrir fólk. Ekkert þátttökugjald svo það er engin afsökun fyrir að koma ekki.  Skráning um netfangið holsgerdi@simnet.is (ekki nauðsynlegten gott að hafa hugmynd um þátttöku)