miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Æskan og hesturinn

3. apríl 2013 kl. 22:20

Æskan og hesturinn

Mikið verður um að vera í Reiðhöllinni í Víðidal næstkomandi sunnudag,  þann 7.  apríl, þegar hestamenn á höfuðborgarsvæðinu halda hina  geysivinsælu sýningu "Æskan og hesturinn". Þetta er í 17. sinn sem sýningin er haldin en það eru hestamannafélögin Fákur, Hörður, Sprettur og Sörli sem koma að sýningunni að þessu sinni.
"Æskan og hesturinn" er hluti af Hestadögum í Reykjavík og verður  lokapunktur þeirrar hátíðar! Mikil vinna liggur að baki svona sýningu en þau 100 börn, unglingar og  ungmenni sem taka þátt hafa eytt miklum tíma í sín atriði ásamt  þjálfurum sínum. Eins og áður þá er öll vinna við sýninguna unnin í  sjálfboðavinnu. Atriðin eru ýmis konar en meðal annars má finna töltslaufur,   
smalakeppni, polla í grímubúningum og unga afreks knapa. Boðið verður upp á tvær sýningar, sú fyrri hefst kl. 13:00 en hin   síðari kl. 16:00. Aðgangur er ókeypis, frábær skemmtun fyrir alla   
fjölskylduna!