laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Æskan & hesturinn – vill þitt félag vera með?

29. janúar 2010 kl. 13:46

Æskan & hesturinn – vill þitt félag vera með?

Fjölskyldusýningin Æskan & hesturinn verður haldin í Reiðhöll Fáks í Víðidal, dagana 13. og 14.mars. Það eru hestamannafélögin á höfuðborgarsvæðinu sem standa að sýningunni sem fyrr og er undirbúningur kominn á gott skrið. Fulltrúar félaganna funda reglulega og þetta er sannarlega öflugur hópur fólks sem er tilbúinn til að leggja sitt af mörkum til æskulýðsstarfsins í sínu félagi.

Árlega er gestafélögum boðið að taka þátt, þ.e. hestamannafélög utan höfuðborgarsvæðisins hafa sett skemmtilegan blæ á sýninguna. Krakkarnir og foreldrar þeirra skemmta sér konunglega við undirbúning atriðis og sýningardagurinn er jafnan mjög eftirminnilegur.

Undirbúningsnefnd sýningarinnar býður áhugasömum félögum að hafa samband við Ólaf Árnason í síma 695 4000 eða Hildu Karen Garðarsdóttur í síma 897 4467.