miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Æskan & hesturinn - undirbúningur hafinn

15. desember 2009 kl. 15:05

Æskan & hesturinn - undirbúningur hafinn

Stjórn sýningarinnar vinsælu, Æskan & hesturinn, hefur komið saman og sett í gang undirbúningsvinnuna fyrir sýninguna á komandi ári. Ákveðið hefur verið að halda sýninguna helgina 13. og 14. mars 2010, í Reiðhöllinni í Víðidal að vanda. Það er því rétt að áhugasamir fari að huga að skemmtilegum atriðum og koma hugmyndum sínum til æskulýðsdeildanna í sínu hestamannafélagi. Einnig vantar alltaf sjálfboðaliða til að starfa að þessari skemmtilegu fjölskyldusýningu og eru þeir sem áhuga hafa, hvattir til að hafa samband við æskulýðsfulltrúana í sínu félagi.