fimmtudagur, 22. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Æskan & hesturinn í Kastljósinu í kvöld

11. mars 2010 kl. 13:42

Æskan & hesturinn í Kastljósinu í kvöld

Stórsýningin Æskan & hesturinn 2010 verður um helgina í Reiðhöllinni í Víðidal. Eins og venja er, verða tvær sýningar hvorn daginn, kl. 13 og kl. 16. Frítt er inn meðan húsrúm leyfir.

Í kvöld, fimmtudagskvöld, verður generalprufa fyrir sýninguna og ætlar Kastljósið að vera í beinni útsendingu frá Reiðhöllinni. Missið ekki af hressum hestakrökkum í Kastljósinu í kvöld og svo mæta að sjálfsögðu allir á að minnsta kosti eina sýningu um helgina!