þriðjudagur, 17. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Æskan á Gaddstaðaflötum við Hellu

20. maí 2013 kl. 23:29

Æskan á Gaddstaðaflötum við Hellu

„Vormót Æskunnar hjá Geysi verður haldið helgina 25-26. maí á Gaddstaðaflötum við Hellu. Mótið er í samstarfi við Búaðföng ehf.

Keppt verður í eftirtöldum greinum.
Börn - fjórgangur V2 - tölt T3 - tölt T7
Unglingar - fjórgangur V2 - tölt T3 - tölt T7 - fimmgangur F2
Ungmenni - fjórgangur V1 - fjórgangur V2 - tölt T1 - tölt T3 - fimmgangur F2
 
Verði ekki næg skráning í einhverja flokka verða þeir sameinaðir við aðra.

Skráning er hafin og lýkur miðvikudaginn 22.maí kl 23.59. Skráning fer fram á heimasíðu Geysis hmfgeysir.is undir hnappnum skráningarkerfi, skráningargjald er 2000 kr og fer greiðsla fram samhliða skráningu.
 
Vonumst til að hitta sem flesta, hressa og káta á Gaddstaðaflötum um næstu helgi,“ segir í tilkynningu frá nefndinni og Búaðföngum
 
nefndin
Búaðföng