fimmtudagur, 14. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Æska Suðurlands 2020

29. október 2019 kl. 09:03

Keppt er á þremur mismunandi stöðum í Æsku Suðurlands

Nú annað árið í röð fer fram Æska Suðurlands sem er mótaröð og samvinnuverkefni hestamannafélaga á suðurlandi.

Dagsetning mótana er eftirfarandi

1.mars - Selfossi - tölt T3 og fimi
15.mars - Flúðum - þrígangur, fjórgangur og smali
29.mars - Rangárhöll - fjórgangur, fimmgangur og hindrunarstökk

Keppt verður í

barnaflokki - þrígangur , fjórgangur V2, tölt T7, smali, fimi og hindrunarstökk

Unglingaflokkur - fimmgangur F2, fjórgangur V2, tölt T3, smali, fimi og hindrunarstökk

Einnig verður boðið uppá pollaflokk. (500kr skráningin)

Keppnisgjaldið í barnaflokk og unglingaflokk er 1500 kr á grein.

Knapi má einungis keppa á einum hesti í hverri grein.

Samanlagður sigurvegari bæði í barnaflokki og ungingaflokki - bestu 4 greinarnar telja.

Þrír dómarar dæma.

Einugis A-úrslit í hringvallagreinum - 6 efstu knapar

Tvær umferðir í smala og hindrunarstökki - betri umferðin ræður niðurröðun - sömu brautir og í fyrra.

Ein umferð i fimi - fimi A í reglum LH.

Pylsuparty verður að loknu síðasta mótinu sem nú verður haldið í Rangárhöllinni þar sem samanlagðir sigurvegarar verða verðlaunaðir. Hvetjum við alla til að starla við og gleðjast saman yfir velheppnaðri mótaröð sem Æska Suðurlands er.

 

Mótaröðin er opin öllum.

 

Mótanefndin