mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Æska Suðurlands 2019

Óðinn Örn Jóhannsson
8. febrúar 2019 kl. 10:35

Samvinnuverkefni hestamannafélaga á suðurlandi.

Samvinnuverkefni hestamannafélaga á suðurlandi, Smári, Logi, Trausti, Sleipnir, Ljúfur, Háfeti, Geysir og Sindri mun fara á stað í vetur. Verkefnið er keppnismótaröð fyrir æskuna í þessum hestamannafélögum sem telur 3 sunnudaga og 6 keppnisgreinar. Keppni hefst kl 11:00. 

Keppt verður í eftirfarandi:

barnaflokki – þrígangur, fjórgangur V2, tölt T7, smali, hindrunarstökk og fimi A

unglingaflokki – fjórgangur V2, fimmgangur F2, tölt T3, smali, hindrunarstökk og fimi A

ungmennaflokki – fjórgangur V1, fimmgangur F1, tölt T1, smali, hindrunarstökk og fimi A2

Allar keppnir verða svo auglýstar betur þegar nær dregur.

Keppt verður á eftir farandi stöðum:

Flúðum 3.mars 2019 umsjón Smári, Logi, Trausti (æfingartími föstudag 1.mars kl 17:00)

Börn – þrígangur og smali

Unglingar – fjórgangur V2 og smali

Ungmenni – fjórgangur V1 og smali

Rangárhöllinni á Hellu 17.mars 2019 umsjón Geysir, Sindri (æfingartími föstudag 15.mars kl 17:00)

Börn – fjórgangur V2 og hindrunarstökk

Unglingar – fimmgangur F2 og hindrunarstökk

Ungmenni – fimmgangur F1 og hindrunarstökk

Selfossi í Sleipnishöllinni 31.mars 2019 umsjón Sleipnir, Ljúfur, Háfeti (æfingartími sunnudag 24.mars kl 12:00)

Börn – tölt T7 og fimi A

Unglingar – tölt T3 og fimi A

Ungmenni – tölt og T1 og fimi A2

Í úrslitum í hringvallargreinum eru 10 í úrslitum og riðin A- og B-úrslit.

Fimi 1 umferð - enginn úrslit og forkeppni ræður sætaröðun

Smali 2 umferðir – samanlagður árangur úr báðum umferðum ræður sætaröðun.

Hindrunarstökk 2 umferðir – samanlagður árangur úr báðum umferðum ræður sætaröðun.

Farið verður eftir reglum Lh í hringvallargreinum og fimi. Þessar reglur er að finna inná lhhestar.is undir lög og reglur. Reglurnar fyrir fimina er að finna á sama stað nánar í kafla Gr 8.6.3.1 (börn og unglingar) og svo 8.6.3.2 fyrir ungmenni.

Reglurnar í smala og hindrunarstökks ásamt uppsetning brautar í hvorri grein fyrir sig verður birt síðar. Smali og hindrunarstökk er á tíma með refsistigum og að sjálfsögðu verður reiðmennska höfð i fyrirrúmi. Nánar um reglur og uppsetning brauta verður birt síðar. 

Þátttökurétt hafa öll þau börn, unglingar og ungmenni í ofantöldum hestamannafélögum.

Hér er um einstaklingskeppni að ræða. Um tvo flokka verður að ræða og teljast stig alla þrjá dagana

Stigahæðsti knapi í 3 greinum, hér eru allir knapar gjaldgengir sem keppa í 3 eða 4 greinum og gilda bestu 3. Stigahæðsti knapi í 5 greinum, hér eru allir knapar gjaldgengir sem keppa í 5 eða 6 greinum og gilda bestu 5.

Stigagjöfin er á þessa leið knapi í fyrsta sæti fær 30 stig og knapi í 2 sæti fær 29 stig og svo koll af kolli.

Hver knapi getur einugis keppt á einum hesti í hverri grein.

Þátttökugjald í hverri grein er 2000kr

5 dómarar verða í hverri hringvallargrein, og misjafn í hinum greinunum. 

Mótanefnd deildarinnar.