sunnudagur, 17. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Æfingar að byrja

20. febrúar 2014 kl. 16:19

World Toelt

World Toelt

Nú er allt að verða klárt út í Óðinsvéum þar sem World Toelt mun fara fram. Nú eru æfingar að fara byrja hjá knöpunum og er völlurinn hin glæsilegast.

Við hjá Eiðfaxa verðum að sjálfsögðu með lifandi fréttaflutning af mótinu frá upphafi til enda. Dagskráin hefst kl. 8 í fyrramálið.

Þeir sem sitja heima geta fylgst með mótinu í gegnum beina útsendingu á netinu á heimasíðu þess. Fyrir 200 danskar krónur má horfa á mótið frá byrjun til enda, sendar verða út þættir með hápunktum mótsins eftir hvern dag, auk þess að hafa aðgang að útsendingunni í tvo mánuði eftir að mótinu lýkur. Þeir sem vilja fá nasaþef af veislu helgarinnar geta laumast til að horfa á æfingu keppenda í kvöld kl. 18-22 á staðartíma (kl. 17-21 á íslenskum tíma).