laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Æfing fyrir byggingardóma

19. apríl 2010 kl. 08:41

Æfing fyrir byggingardóma

Á sunnudaginn kemur þann 25. apríl kl. 11:00 stendur Kynbótanefnd Sörla fyrir fræðslumorgni, kennslu og æfingum í kynbótadómum. Aðaláherslan verður lögð á byggingardóma, að læra að þekkja kosti og galla í byggingu og uppstillingu í dómi.


Jón Vilmundarson kynbótadómari mun koma á staðinn og vera með fræðsluerindi kl. 11:00 á Sörlastöðum þar sem morgunkaffi verður í boði kynbótanefndar Sörla. Að því búnu eða um kl. 12:00 verður farið niður í reiðhöll og munu sex Sörlafélagar eiga þess kost á að koma með hross í dóm hjá Jóni og fá stutta kennslu í því að stilla hrossinu upp í byggingardómi. Aðgangur verður ókeypis og geta allir fylgst með og lært á áhorfendabekkjunum. Þeir sem vilja koma með hross greiða kr. 3000. Fyrstir skrá fyrstir fá. Skráning á atli@alltaf.com
Koma verður fram nafn eiganda/umsjónarmanns, sími, nafn hross, uppruni, litur, aldir, faðir og móðir. Skráningargjald er hægt að leggja inn á reikning Kynbótanefndar 101-05-284456, kt. 200173-3099 og senda staðfestingu á tölvupóstfangið atli@alltaf.com

 

Kynbótanefnd Sörla