mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Æfa þarf gangskiptingar

2. júní 2015 kl. 17:00

Liðsstjóri íslenska landsliðsins, Páll Bragi Hólmarsson býst við harðri keppni um sæti í liðinu. Hér er hann ásamt eiginkonu sinni Hugrúnu Jóhannsdóttur og hryssunni Snæsól frá Austurkoti.

Val á landsliði Íslands fer fram á næstu vikum.

Markmið liðsins er skýrt, við keppum til sigurs,“ segir Páll Bragi Hólmarsson liðsstjóri íslenska landsliðsins. Á næstu vikum mun koma í ljós hvaða knapar og hestar munu keppa fyrir Íslands hönd á Heimsmeistaramótinu í Danmörku.

Páll Bragi segir að við val á liðinu og undirbúning keppenda þurfi að gaumgæfa nýjar keppnisreglur, leiðarann svokallaða. „Í nýja leiðaranum er búið að skilgreina verkefnið betur og skýra betur hvað farið er fram á.“ Hann segir áskorunin mikla, ekki síst hjá ungmennunum. „Ég veit að við verðum með gæðin sem til þarf. Mesta vandamálið hjá okkur er að við ríðum svo mikið í hópum inn á velli. Við erum ekki jafn æfð í gangskiptingum. Þar getum við oft verið að tapa hálfum fyrir gangtegundir því að gangskiptin gar eru ekki nákvæmar.“

Viðtal við Pál Braga Hólmarsson má nálgast í 5. tbl. Eiðfaxa. Hægt er að gerast áskrifandi að Eiðfaxa í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.