föstudagur, 22. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Æfa sig fyrir Bautatölt

16. febrúar 2011 kl. 11:02

Bautatöltið á Akureyri fer fram á laugardagskvöldið kemur.

Skráningu lýkur í kvöld

Opna Bautamótið í tölti fer fram n.k. laugardagskvöld í Skautahöllinni á Akureyri. Þetta er eina opna mótið á ís innanhúss og stefnir í góða þátttöku. Skráningu lýkur í kvöld kl. 21.00 og er um að gera fyrir fyrir vel ríðandi fólk að skrá sig. Undanfarna daga hefur fólk verið að prufa hross sín á Leirutjörninni við Skautahöllina og þegar blaðamaður Hestablaðsins átti leið þar um í gær voru þrír á svellinu.

Þorbjörn Hreinn Matthíasson var einn þeirra á vígalegri grárri hryssu undan Hrym frá Hofi og Perlu frá Hrafnagili. Aðspurður segir Þorbjörn að sú gráa verði góð en ekki klár í Bautatöltið þetta árið. Þorbjörn mætir með tvö hross í höllina, fyrstu verðlauna hryssuna Ímu frá Akureyri sem er undan Hágángi frá Narfastöðum og Svölu frá Hurðarbaki og geldinginn Fjölni frá Akureyri undan Gígjari frá Auðsholtshjáleigu og gæðingamóðurinni Fjöður frá Ögmundarstöðum.

Það er ljóst að það er spennandi laugardagskvöld framundan hjá hestaáhugamönnum  á Norðurlandi. Mótið hefst kl. 20.00