fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aðventukvöld kvennadeildar Gusts

5. desember 2011 kl. 14:42

Aðventukvöld kvennadeildar Gusts

Nú er að koma að hinu árlega aðventukvöldi kvennadeildar Gusts.

 
Það verður haldið fimmtudaginn 8. desember kl. 19:30 í reiðhöll Gusts í Glaðheimum. Aðventukvöldið hefur verið geysivinsælt undanfarin ár og mjög notaleg stemning hjá hestkonum. 
 
Dagskráin hefst kl. 20:00 en gestir kvöldsins eru Felix Bergsson, Lay Low og Hallgrímur Helgason.
 
Einnig verður happdrætti, Hanverk og hönnun og léttar veitingar. Aðgangseyrir er kr. 1.000.