þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aðventukvöld Brokkkórsins

22. nóvember 2014 kl. 15:06

Brokkkórinn

Hestamenn fara með gleði og frið í hjarta inn í jólahátíðina.

Aðventukvöld Brokkkórsins verður haldið í Seljakirkju fimmtudaginn 11. desember kl. 20:00. Kórinn flytur jólalög undir stjórn Magnúsar Kjartanssonar og nýkjörinn formaður landssambands hestamanna, Lárus Ástmar Hannesson, flytur ávarp.

Verð 1.500 kr. en frítt fyrir 12 ára og yngri. Boðið verður upp á heitt súkkulaði og vöfflur.