mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aðrir vetrarleikar Spretts.

25. febrúar 2014 kl. 12:00

Elva Rún að keppa á fyrstu vetrarleikum Spretts. Mynd: Sprettur

Partur af þriggja móta röð.

Aðrir vetrarleikar ársins hjá hestamannafélaginu Spretti fara fram á laugardaginn kemur, 1. mars. Vetrarleikarnir eru þriggja móta röð þar sem sýnt er hægt tölt og fegurðartölt.

Mótið er ætlað skuldlausum félagsmönnum í hestamannafélaginu Spretti. Hver keppandi má aðeins skrá í einn flokk og eru félagar hvattir til að sýna metnað við skráningu í flokka. Mótanefnd áskilur sér rétt til að sameina flokka ef ekki er næg þátttaka í einhverjum þeirra.
Einungis er hægt að skrá sig í einn flokk.
Boðið verður upp á keppni í eftirtöldum flokkum í þessari röð:
Pollar (9 ára og yngri) – teymdir
Pollar (9 ára og yngri) – ríða sjálfir
Börn (10-13 ára)
Unglingar (14-17 ára)
Ungmenni (18-21 árs)
Konur II - minna keppnisvanar
Karlar II - minna keppnisvanir
Heldri menn og konur (50 ára +)
Konur I - meira keppnisvanar
Karlar I - meira keppnisvanir
Opinn flokkur (karlar og konur)

Keppni í polla- og barnaflokki mun fara fram inni í Sprettshöllinni, en keppni í öðrum flokkum mun annaðhvort fara fram á beinni braut eða inni í Sprettshöllinni Nánari staðsetning verður auglýst á fimmtudaginn og mun veðrið og færi ráða því vali

Mótanefnd Spretts vill beina þeim tilmælum til keppenda að fara eftir lögum og reglugerðum um keppni á vegum LH um skyldur keppenda og þá sérstaklega hvað varðar löglegan beislisbúnað og að óheimilt er að vera undir áhrifum áfengis í keppni.

Skráning verður í Sprettshöllinni á milli kl.11:00 – 12:00 á laugardaginn, gengið inn um hliðardyr að austanverðu. Skráningargjöld eru eftirfarandi: pollar frítt, börn kr. 500, unglingar kr. 1.000, aðrir flokkar kr. 1.500.