miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sigurbjörn er meistari meistaranna

2. ágúst 2013 kl. 08:42

Frá úrslitakeppninni í tölti á EM í Svíss 1975. Frá hægri Reynir Aðalsteinsson og Dagur frá Núpum, Walter Feldmann jr. á Funa frá Kaupvangi, Klaus Beuse frá Mið-Grund, Albert Jónsson á Ljóska frá Hoffstöðum og Bernt Vith á Grákolli.

Aðeins 4 knapar orðið heimsmeistararar oftar en 5 sinnum á heimsleikum íslenska hestsins í íþróttagreinunum.

Í nýjasta tölublaði Eiðfaxa er listi yfir alla þá sem hafa orðið heimsmeistararar (áður evrópumeistarar) á heimsmeistaramótum íslenska hestsins. Eiðfaxi fjallaði um fyrsta mótið í byrjun vikunnar.

Guðrún Hulda Pálsdóttir blaðamaður tók saman listann yfir alla sigurvegara í hinum mismunandi keppnisgreinum. Þegar listinn er skoðaður sést að 66 knapar hafa orðið heimsmeistarar, einu sinni eða oftar.

Sigurbjörn Bárðason er í algjörum sérflokki. Hann hefur orðið heimsmeistari 13 sinnum. Sigurbjörn verður ekki með í Berlín í næstu viku.

Það er hins vegar Jóhann R. Skúlason sem hefur orðið meistari 7 sinnum sem keppir í tölti og fjórgangi. Hann getur því minnkað bilið milli sín og Sigurbjörns.

Hér má sjá lista yfir þá sem hafa orðið heimsmeistarar 3 sinnum eða oftar í íþróttagreinunum (Kynbótabrautin er því ekki meðtalin).

 • Sigurbjörn Bárðarson 13
 • Jóhann R. Skúlason 7
 • Bernd Vith6
 • Walter Feldmann jr. 6
 • Jolly Schrenk 5
 • Magnús Skúlason 5
 • Bergþór Eggertsson 4
 • Reynir Aðalsteinsson 4
 • Stian Pedersen 4
 • Johannes Hoyos 4
 • Andreas Trappe 3
 • Johan Häggberg 3
 • Ragnar Hinriksson 3
 • Sigurður Matthíasson 3
 • Sigurður Sæmundsson 3
 • Styrmir Árnason 3

Sigursælasti keppandi Heimsleikanna frá upphafi. Sigurbjörn hefur hlotið 13 heimsmeistaratitla. Hér er hann á töltmeistaranum Brjáni frá Hólum árið 1987.