föstudagur, 18. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aðeins 100 knapar komast að

24. febrúar 2015 kl. 18:00

Allur ágóði Ískaldar hestamanna rennur til landsliðs Íslands í hestaíþróttum.

Skráning á Ískalda hestamenn fer fram annað kvöld.

Skráningar fyrir fyrra ísmót LH  „Ískalda hestamenn“ hefjast kl. 20 annað kvöld, miðvikudaginn 25. febrúar.

"Aðeins 50 ungmenni á aldrinum 16-21 árs og 50 áhugamenn komast að, fyrstir koma fyrstir fá! Mótið verður haldið í Skautahöll Reykjavíkur í Laugardalnum, laugardaginn 7. Mars og hefst það klukkan 16:30. Athugið að skráning verður ekki tekin gild fyrr en þátttökugjald upp á 12 þúsund krónur liggur fyrir. Allur ágóði mótsins rennur til landsliðsins okkar í hestaíþróttum," segir í tilkynningu frá LH.