sunnudagur, 17. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gullfallegir gæðingar

2. janúar 2015 kl. 15:00

Glíma frá Bakkakoti

Undir hvern fóru þær ?

Ræktendur og ræktunaráhugamenn fylgjast oft vel með vali ræktenda á stóðhestum fyrir góðar hryssur, enda eru úr aragrúa góðra gæðinga að velja. Eiðfaxi fór á stúfanna og kannaði hvaða stóðhestur varð fyrir valinu fyrir hátt dæmdar og verðlaunaðar hryssur.

Glíma frá Bakkakoti er undan heiðursverðlauna hryssunni Gelttu frá Bakkakoti. Glíma er því systir þeirra Arions og Spáar frá Eystra-Fróðholti. Glíma hefur gert það gott í yngri flokkunum undir stjórn Ragnheiðar Hrundar Ársælsdóttur en þær stöllur urðu í öðru sæti í ungmennaflokki á LM2011. Glímu var haldið undir Penna frá Eystra-Fróðholti. Penni hefur hlotið góðan kynbótadóm en hann er með 8.50 fyrir hæfileika. Hann hefur hlotið 9.0 fyrir skeið og vilja og geðslag. Afkvæmi Penna og Glímu verður með 119 í kynbótamati en hæst fær það fyrir fegurð í reið (119,5), vilja og geðslagi (119) og tölt (115).

 

Orradóttirin Dögg frá Breiðholti var efst í flokki 5 vetra hryssa á LM2006 á Vindheimamelum með 8.61 í aðaleinkunn. Dögg vakti mikla athygli með mikið fas og mikinn fótaburð. Fyrstu afkvæmi hennar eru að týnast í dóm og hafa tvö hlotið fyrstu verðlaun. Dögg var haldið undir Spuna frá Vesturkoti í sumar og mun afkvæmi þeirra hljóta 128 í kynbótamati. Hæst hlýtur það fyrir fegurð í reið (126,5), vilja og geðslag (126) og tölt (121).


Dögg frá Breiðholti. Mynd:WorldFengur

 

Hinni gullfallegu Þrift frá Hólum var haldið undir Arion frá Eystra-Fróðholti. Þrift er með 8.81 fyrir byggingu og er hún með 9.5 fyrir samræmi og háls, herðar og bóga. Arion er hæst dæmdi stóðhestur ársins og munu afkvæmi þeirra vera með 127,5 í kynbótamati. Hæst fær það fyrir fegurð í reið (124) og skeið (120).

 

Gammagæðingnum Hryðju frá Hvoli hlaut 10 fyrir skeið á sínum tíma og 9.5 fyrir vilja og geðslag en Hryðja er einnig mjög framfalleg en hún hlaut 9 fyrir frampart og bak og lend. Búið er að flytja Hryðju út en hún býr í en henni var haldið undir Keilissoninn Ísar frá Keldudal. Ísar er með 8.85 fyrir hæfileika, 9.0 fyrir brokk, stökk, vilja og geðslag, fegurð í reið og skeið. Afkvæmi Ísars og Hryðju verður með 124 í kynbótamati og er hæst í skeiði (125).