þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aðalsýning HEÞ

25. apríl 2014 kl. 16:44

Hrossaræktarsamtök eyfirðinga og þingeyinga

Búið að ákveða staðsetningu.

Að þessu sinni ákvað Stjórn HEÞ  að leita eftir áliti  sýnenda kynbótahrossa  á svæði samtakanna  um hvar æskilegast væri að halda aðalsýningu ársins 2014 og að tekin yrði ákvörðun um staðarval í ljósi umsagnar þeirra. Haft var samband við þá knapa sem sýnt hafa 5 eða fleiri hross á síðustu 3 árum  og notað til þess einhverjar af þeim 9 sýningum sem í boði hafa verið á þessu  tímabili á svæði HEÞ. Ákveðið var jafnframt að  vægi hvers knapa færi eftir fjölda sýninga á áðurnefndu tímabili, þannig að þeir knapar sem best hafa nýtt  sér sýningarhald samtakanna hafi jafnframt mest um það að segja hvar þessi aðalsýning ársins fari fram að þessu sinni.

Valkostirnir stóðu um Melgerðismela annarsvegar og Akureyri hinsvegar, ákveðið var jafnframt að miðsumarsýning yrði á Dalvík í samráði við heimamenn þar.

13 knapar fengu senda spurninguna „Hvor staðurinn telur þú að henti betur fyrir kynbótasýningar á svæði HEÞ“?

a)            Melgerðismelar í Eyjafjarðarsveit

b)           Akureyri

c)            Alveg sama/Hlutlaus

11 knapar svöruðu innan tilsetts tímaramma og féllu svörin á þá leið að 6 knapar völdu Melgerðismela en 5 knapar Akureyri. Vægi atkvæða var jafnframt 30/13 Melgerðismelum í vil.

Í ljósi þessara niðurstaðna verður aðalsýning ársins í júní haldin á Melgerðismelum, Vorsýning í maí á Akureyri og miðsumarsýning í júlí á Dalvík.

Stjórn HEÞ þakkar knöpum góð viðbrögð og margar gagnlegar og góðar athugasemdir sem bárust jafnframt frá þátttakendum.