föstudagur, 20. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aðalheiður sigrar opna flokkinn

1. mars 2014 kl. 20:57

Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir á Sprettu frá Gunnarsstöðum en Aðalheiður er í liði Ganghesta/Málningar í Meistaradeildinni í hestaíþróttum, 2014.

Bikarmót Harðar og Hrímnis/Export hesta

Bikarmót Harðar og Hrímnis/Export hesta var haldið í gær, 28. febrúar. Úrslit mótsins birtast hér fyrir neðan en keppt var í fjórgangi. 

Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir sigraði opna flokkinn á Gloríu frá Vatnsleysu með 7,03 í einkunn. Arnar Máni Sigurjónsson sigraði unglingaflokkinn á Ömmu-Jarp með 6,17 í einkunn. Sigurvegari í ungmennaflokknum var Hrönn Kjartansdóttir á Sprota frá Gili með 6,17 í einkunn. 

Opinn flokkur:
1. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir / Gloría frá Vatnsleysi II - 7,03
2. Jessica Elisabeth Westlund / Dýri frá Dallandi - 6,60
3. Páll Þ. Viktorsson / Röst frá Lækjamóti - 6,40
4. Tinna Rut Jónsdóttir / Hemla frá Strönd I - 6,20
5.-6. Helle Laks / Sorti frá Dallandi - 6,13
5.-6. Guðmann Unnsteinsson / Dís frá Hólakoti - 6,13

Unglingar:
1. Arnar Máni Sigurjónsson / Ömmu-Jarpur frá Miklholti - 6,17
2. Linda Bjarnadóttir / Gullbrá frá Hólabaki - 6,13
3. Valdís Björk Guðmundsdóttir / Snúður frá Svignaskarði - 6,00
4. Annabella Sigurðardottir / Eldar frá Hólshúsum - 5,60
5. Harpa Sigríður / Sváfnir frá Miðsitju - 3,40

Ungmenni:
1. Hrönn Kjartansdóttir / Sproti frá Gili - 6,17
2. Sandra Pétursdotter Jonsson / Kóróna frá Dallandi - 6,07
3. Glódís Helgadóttir / Þokki frá Litla-Moshvoli - 5,93
4.-5. Gréta Rut Bjarnadóttir / Sækatla frá Sauðárkróki - 5,80
4.-5. Hulda Kolbeinsdóttir / Nemi frá Grafarkoti - 5,80a